Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 28. febrúar 2020 12:17
Elvar Geir Magnússon
Evrópudeildardrátturinn: Man Utd fékk auðveldasta andstæðinginn
Raggi Sig til Tyrklands
Það ætti að vera auðvelt verkefni framundan hjá Rauðu djöflunum.
Það ætti að vera auðvelt verkefni framundan hjá Rauðu djöflunum.
Mynd: Getty Images
Nú í hádeginu var dregið í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar en drátturinn fór fram í höfuðstöðvum Nyon í Sviss.

Manchester United mætir LASK frá Austurríki. LASK hafnaði í öðru sæti austurrísku deildarinnar í fyrra, er nú á toppnum, og það ætti að vera auðvelt verkefni framundan hjá Rauðu djöflunum.

Miðað við styrkleikalista UEFA fékk United auðveldasta mögulega andstæðinginn.

Arsenal féll úr leik gegn Olympiakos en gríska liðið fer aftur til Englands og mun mæta Úlfunum. Steven Gerrard og lærisveinar í Rangers mæta Bayer Leverkusen.

Ragnar Sigurðsson og félagar í FCK eiga framundan ferðalag til Tyrklands. Getafe sem sló út Ajax mun mæta Inter.

Drátturinn:
Istanbúl Basaksehir - FC Kaupmannahöfn
Olympiakos - Wolves
Rangers - Bayer Leverkusen
Wolfsburg - Shaktar Donetsk
Inter - Getafe
Sevilla - Roma
Salzburg/Frankfurt - Basel
LASK - Manchester United

Fyrri leikirnir verða 12. mars og seinni leikirnir viku síðar. Úrslitaleikurinn verður í Gdansk í Póllandi 27. maí.
Athugasemdir
banner
banner