Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 28. febrúar 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óheppnin eltir Nkunku - „Vitum ekki hvenær hann meiddist"
Christopher Nkunku.
Christopher Nkunku.
Mynd: Getty Images
Franski sóknarmaðurinn Christopher Nkunku hefur lítið náð að beita sér á þessu tímabili vegna meiðsla.

Núna er hann aftur meiddur en Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, sagði frá því á fréttamannafundi í gær að ekki væri vitað hvernig hann hefði meiðst að þessu sinni.

Nkunku, sem var keyptur til Chelsea frá RB Leipzig fyrir 52 milljónir punda síðasta sumar, heillaði á undirbúningstímabilinu en meiddist svo áður en tímabilið hófst. Hann var frá fram í desember og spilaði þá þrjá leiki áður en hann meiddist aftur. Hinn 26 ára gamli Nkunku verður núna frá í einn mánuð eða svo.

„Við komumst að því í gær að Nkunku væri meiddur en við vitum ekki hvenær hann meiddist," sagði Pochettino.

„Hann verður frá í þrjár eða fjórar vikur. Vonandi ekkert lengur en það. Þetta er erfitt fyrir hann."
Athugasemdir
banner