Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   sun 28. maí 2017 17:38
Elvar Geir Magnússon
Efete mætti of seint - Settur á bekkinn
Michee Efete.
Michee Efete.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Milojevic, nýr þjálfari Breiðabliks, hefur tilkynnt sitt fyrsta byrjunarlið hjá Kópavogsliðinu en Blikar eru að fara að leika gegn Víkingi Ólafsvík. Bæði lið eru með þrjú stig eftir fjórar umferðir.

Athygli vekur að Michee Efete er á varamannabekknum en Twitter-síða Blika hafði tilkynnt að miðvörðurinn, sem er á láni frá Norwich, myndi byrja leikinn.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net mætti Efete of seint til móts við liðið í leikinn og var refsað af Milos fyrir það. Viktor Örn Margeirsson kemur inn í byrjunarliðið.

Efete er tvítugur Kongómaður en hann skoraði sigurmark Blika í 3-2 sigrinum gegn Víkingi Reykjavík í síðustu umferð.

Beinar textalýsingar:
18:00 Breiðablik - Víkingur Ó.
19:15 Fjölnir - Stjarnan
19:15 Grindavík - Valur
20:00 KR - FH
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner