Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fim 28. júlí 2022 15:08
Elvar Geir Magnússon
FCK sagt skoða möguleika á að fá Rúnar Alex
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kamil Grabara, markvörður FC Kaupmannahafnar, á við meiðsli að stríða og segja danskir fjölmiðlar að FCK líti í kringum sig eftir markverði.

Sagt er að Danmerkurmeistararnir hafi sent fyrirspurn til Arsenal varðandi íslenska landsliðsmanninn Rúnar Alex Rúnarsson.

Rúnar Alex lék á árum áður fyrir Nordsjælland í danska boltanum.

Rúnar Alex fór með Arsenal í æfingaferð til Bandaríkjanna á dögunum en hann virðist ekki eiga mikla framtíð hjá félaginu samt sem áður. Í besta falli verður hann markvörður númer þrjú hjá félaginu.

Sjá einnig:
„Er á súperdíl og maður skilur að hann fari ekki frá honum"
Athugasemdir
banner