Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   mán 28. júlí 2025 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mögnuð tölfræði Svíans með Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakob Byström skoraði í gær sitt fjórða mark fyrir Fram í 2-2 jafnteflinu gegn Víkingi. Sænski sóknarmaðurinn kom inn í liðið fyrir hinn meidda Vuk Oskar Dimitrijevic.

„Ég held að hann sé bara búinn að byrja þrjá leiki og skora í þeim öllum, það er erfitt fyrir mig að hafa hann á bekknum," sagði brosandi Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, við Fótbolta.net eftir leikinn. Sá sænski hefur reyndar byrjað fjóra leiki, eini byrjunarliðsleikurinn sem hann skoraði ekki í var gegn KA í maí.

Hann útskýrði svo hver svegna Byström hefur ekki spilað meira.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 Víkingur R.

„Hann er að læra, er að þroskast. Áður en hann kemur til Íslands er hann í raun bara búinn að spila með 2. flokks liði í Svíþjóð sem var í 3. deild, aldrei spilað meistaraflokksleiki. Við erum að hjálpa honum að þróast sem leikmaður, verða betri og hann er svo sannarlega að skila okkur stigum og mörkum. Hann hefur staðið sig vel og er framtíðarleikmaður fyrir okkur," segir Rúnar.
Athugasemdir
banner