Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 28. ágúst 2024 23:13
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu vítavörsluna hjá Hákoni - „Stórkostleg frumraun“ segir Thomas Frank
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson lék sinn fyrsta mótsleik fyrir Brentford í kvöld.

Hann hélt marki sínu hreinu, varði vítaspyrnu og var valinn maður leiksins þegar liðið vann Colchester 1-0 í enska deildabikarnum.

„Hann aðlaðist vel og átti algjörlega teiginn í seinni hálfleik, þegar það komu löng innköst og föst leikatriði. Hann átti sigurvörslu í vítaspyrnunni. Ég myndi kalla þetta stórkostlega frumraun," sagði Thomas Frank, stjóri Brentford, eftir leikinn.

Hér að neðan má sjá vítavörslu Hákonar og helstu atvik leiksins. Brentford er komið í þriðju umferð deildabikarsins og mun þar mæta Leyton Orient.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner