Cunha og Osimhen orðaðir við Man Utd - Inter Miami vill De Bruyne - Fjölgar í kapphlaupinu um Delap
   þri 28. september 2021 17:00
Elvar Geir Magnússon
Þorvaldur dæmir hjá unglingaliði Man Utd
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Árnason dæmir leik Manchester United og Villareal í Evrópukeppni unglingaliða en leikurinn fer fram á Englandi á morgun.

Aðstoðardómarar í leiknum verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Andri Vigfússon.

Ívar Orri Kristjánsson dæmir leik Saint Patrick´s Athletic og Rauðu Stjörnunnar í sömu keppni. Leikurinn fer fram í Dublin á morgun.

Ívari til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Oddur Helgi Guðmundsson.
Athugasemdir