Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 28. september 2022 22:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gordon um verðmiðann á sér: Enginn þess virði
Mynd: Getty Images
Anthony Gordon leikmaður Everton var mikið orðaður við Chelsea í sumar en á endanum var hann áfram í herbúðum Everton.

Enskir miðlar sögðu frá því að Everton hafi hafnað 40 milljón og 45 milljón punda tilboði Chelsea í leikmanninn en Everton var talið vilja 60 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Gordon hefur nú tjáð sig um málið en hann segir verðmiðann algjöra klikkun.

„Svona er fótboltinn í dag, algjör klikkun. Persónulega finnst mér enginn eiga að kosta svona mikið en ég ætla ekki að tala sjálfan mig niður heldur," sagði Gordon.

„Ég var ekki að velta mér of mikið uppúr þessu því ég get bara stjórnað því sem ég get stjórnað. Ég var aldrei örvæntingafullur og vildi aldrei fara frá Everton."

Gordon er 21 árs gamall en hann er með tvö mörk í sjö leikjum á þessari leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner