Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 28. október 2020 19:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar gat ekki haldið leik áfram í Tyrklandi
Mynd: Getty Images
Núna er í gangi leikur Paris Saint-Germain og Istanbul Basaksehir í Meistaradeild Evrópu.

Neymar, leikmaður PSG, gat aðeins spilað 25 mínútur í leiknum en honum var þá skipt af velli vegna meiðsla. Hann setti boltann út af og haltraði inn í búningsklefa.

Spánverjinn Pablo Sarabia kom inn á fyrir Neymar, sem er dýrasti fótboltamaður sögunnar.

Það er vonandi fyrir PSG að meiðslin séu ekki alvarleg því Parísarliðið á eftir að mæta RB Leipzig tvisvar og Manchester United einu sinni í Meistaradeildinni. Liðið tapaði sínum fyrsta leik í riðlinum gegn Man Utd á heimavelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner