Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 28. október 2021 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Aldrei að vita nema hann verði í gulu treyjunni á næsta ári"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn tvítugi Jóhann Árni Gunnarsson leikmaður Fjölnis í næst efstu deild er mjög eftirsóttur.

Kristján Óli Sigurðsson sagði frá því á Twitter í síðasta mánuði að KR hefðu áhuga á honum.

„Enn og aftur ætla Kringar að leita í Grafarvoginn eftir liðsstyrk. Jóhann Árni Gunnarson er efstur á óskalistanum," skrifar Kristján Óli á Twitter.

KR krækti í Ægi Jarl Jónasson frá Fjölni fyrir nokkrum árum og þá gekk Grétar Snær Gunnarsson í raðir KR frá Fjölni fyrir síðasta tímabil. Kennie Chopart fór þá einnig í KR frá Fjölni eftir tímabilið 2015.

Þá sagði Tómas Þór Þórðarsson í útvarpsþætti fótbolta.net að það væri skylda fyrir hann að spila í efstu deild á næstu leiktíð.

Úlfur Arnar Jökulsson nýráðinn þjálfari Fjölnis ræddi við Fótbolta.net í dag þar sem hann varð spurður hvort Jóhann Árni yrði áfram hjá félaginu.

„Ég held að það gæti vel gerst. Það er áhugi á honum en hann er rólegur, ef það kemur eitthvað upp sem honum lýst rosalega vel á og félagið tilbúið að ganga í þá stöndum við ekki í vegi fyrir honum.

„Hann er nátturulega frábær leikmaður og metnaðarfullur en það er aldrei að vita nema hann verði í gulu treyjunni á næsta ári."

Sjá einnig:
Jóhann Árni sagður efstur á óskalista KR
Telur Jóhann Árna tilbúinn að fara erlendis
„Er ekki skylda fyrir íslenska knattspyrnu að Jóhann spili í efstu deild á næsta ári?"
„Langaði að koma klúbbnum aftur á þann stað sem hann á heima"
Úlfur stoltur: Verið draumastarfið síðan ég byrjaði að þjálfa
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner