Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
   fös 28. október 2022 12:57
Elvar Geir Magnússon
Thiago klár í leikinn gegn Leeds annað kvöld
Thiago Alcantara.
Thiago Alcantara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er frábær leiktími," segir Jurgen Klopp stjóri Liverpool en liðið mætir Leeds í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld, leikurinn verður 18:45.

Klopp sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og greindi frá því að miðjumaðurinn Thiago væri búinn að jafna sig eftir sýkingu í eyra og verður með á morgun.

Leikurinn kemur of snemma fyrir Naby Keita og þá er Joel Matip enn fjarverandi. Jordan Henderson fékk högg á hnéð en ætti að geta verið með á morgun.

„Þið þurfið ekki að spyrja út í Diogo eða Luis á næstunni," sagði Klopp við fréttamenn.

Hann var einnig spurður út í Darwin Nunez sem hefur verið á skotskónum að undanförnu.

„Darwin kom hingað eftir stutt sumarfrí, kom beint til Asíu, talaði ekki ensku, var í nýju liði og með þennan verðmiða á sér. Allir ákváðu að dæma hann strax. Hann byrjaði vel en fékk svo rautt spjald og það var högg fyrir sjálfstaustið. Hann hefur svo átt frábæran mánuð," sagði Klopp.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner