Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
   fim 28. nóvember 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Líkir Liverpool við Rottweiler hunda
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United, segir að Liverpool sé besta lið Evrópu í dag.

„Þeir eru að spila sem lið og líta út fyrir að vera hungraðastir. Þeir eru ekki bara að ná árangri, þeir eru eins og Rottweiler hundar sem hafa ekki verið fóðraðir í langan tíma. Þeir hlaupa um völlinn og loka á andstæðingana. Þeir virðast besta lið Evrópu," segir Ferdinand.

Liverpool er með átta stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og hefur unnið alla fimm leiki sína í Meistaradeildinni. Í gær vann liðið 2-0 sigur gegn Real Madrid, með mörkum Alexis Mac Allister og Cody Gakpo.

„Maður veit hversu einstakt það er að spila gegn liði sem hefur unnið Meistaradeildina svo mörgum sinnum. Real Madrid hefur verið óþolandi fyrir Liverpool í mörg ár. Þetta er stór vika og mjög gaman að sjá þetta," sagði Arne Slot, stjóri Liverpool, eftir sigurinn en fjölskylda hans var í stúkunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner