Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fim 28. nóvember 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Lykilmaður Forest vill framlengja
Mynd: EPA
Nígeríski landsliðsmaðurinn Ola Aina vill framlengja samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Nottingham Forest. Þetta kemur fram á Sky.

Þessi 28 ára gamli bakvörður er fastamaður í liði Forest en hann kom til félagsins frá Torino á síðasta ári.

Hann gerði þá eins árs samning sem Forest og ákvað félagið að virkja ákvæði í samningi hans í sumar sem framlengdi hann um annað ár.

Sky segir Forest í viðræðum við Aina um nýjan samning og er hann viljugur til að vera áfram.

Viðræður eru þó ekki komnar langt á veg en allir aðilar eru bjartsýnir á að landa samkomulagi á næstu vikum.

Aina hefur byrjað alla tólf leiki Forest í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og skorað eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner