Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
banner
   fös 28. nóvember 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England um helgina - Toppliðið á Stamford Bridge
Heldur sigurganga Arsenal áfram?
Heldur sigurganga Arsenal áfram?
Mynd: EPA
Topplið Arsenal heimsækir Chelsea í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.

Arsenal hefur litið ótrúlega vel út á tímabilinu og er útlit fyrir að Mikel Arteta sé búinn að finna hina fullkomnu blöndu.

Verkefni helgarinnar er Chelsea, sem hefur verið að gera gott mót undir stjórn Enzo Maresca.

Þetta verður lokaleikur helgarinnar en hann hefst klukkan 16:30 á sunnudag.

Englandsmeistarar Liverpool eru í frjálsu falli en þeir heimsækja West Ham til Lundúna á sunnudag. Tekst Arne Slot að finna lausn á vandamálinu eða heldur martröðin áfram?

Manchester City mætir Leeds klukkan 15:00 á morgun og þá mætir Tottenham liði Fulham klukkan 20:00.

Bikarmeistarar Crystal Palace mæta Manchester United á Selhurst Park í hádegisleiknum á sunnudag og Aston Villa mætir botnliði Wolves.

Leikir helgarinnar:

Laugardagur:
15:00 Man City - Leeds
15:00 Brentford - Burnley
15:00 Sunderland - Bournemouth
17:30 Everton - Newcastle
20:00 Tottenham - Fulham

Sunnudagur:
12:00 Crystal Palace - Man Utd
14:05 Nott. Forest - Brighton
14:05 Aston Villa - Wolves
14:05 West Ham - Liverpool
16:30 Chelsea - Arsenal
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner