Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   fös 28. nóvember 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Wissa mætti á sína fyrstu æfingu - Trippier frá í mánuð
Wissa er mættur til æfinga.
Wissa er mættur til æfinga.
Mynd: Newcastle
Joe Willock lætur vaða.
Joe Willock lætur vaða.
Mynd: EPA
Trippier verður frá í mánuð.
Trippier verður frá í mánuð.
Mynd: EPA
Sóknarmaðurinn Yoane Wissa hefur enn ekki spilað neitt fyrir Newcastle síðan hann gekk í raðir félagsins frá Brentford í sumar.

Hann hefur verið á meiðslalistanum síðan hann meiddist í landsliðsverkefni með Kongó en nú styttist í að hann spili sinn fyrsta leik fyrir Newcastle.

„Hann er að gera vel, hann æfði með okkur í fyrsta sinn á miðvikudaginn og ég var ánægður með hvernig hann leit út. Þetta var í fyrsta sinn sem hann æfði með öllum hópnum. Sjáum hvernig skrokkurinn bregst við," segir Eddie Howe.

„Ég er með dagsetningu í huga fyrir mögulega fyrsta leik hans en það er best að ég haldi henni fyrir mig. Við viljum ekki valda vonbrigðum. En auðvitað viljum við fá hann inn í þetta sem fyrst."

Þetta hefur verið löng leið fyrir Willock
Newcastle heimsækir Everton í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Á fréttamannafundi fyrir leikinn hrósaði Howe miðjumanninum Joe Willock fyrir frammistöðu hans í tapinu gegn Marseille í Meistaradeildinni. Willock hefur verið mjög óheppinn með meiðsli og misst mikið út.

„Joe var algjörlega frábær. Hann hefur verið með mikla orku á æfingum og staðið sig vel. Hann hefur verið mikið á bekknum en er ákveðinn í að sýna sig og sanna," segir Howe.

„Þetta var hans besta frammistaða síðan hann kom úr meiðslum. Þegar leikmenn meiðast illa þá getur það tekið tíma að finna taktinn aftur. Hann er að komast í gott stand og þetta var ánægjulegt fyrir hann persónulega því þetta hefur verið löng leið fyrir hann."

Meiðslastaðan
Howe sagði frá því á fréttamannafundi að Sven Botman hafi verið að glíma við bakvandamál síðustu daga. Reynsluboltinn Kieran Trippier er meiddur aftan í læri og verður frá í um mánuð.

Þá er Emile Krafth að glíma við smávægileg meiðsli og verður væntanlega ekki með á morgun.

Leikur Everton og Newcastle verður klukkan 17:30 á morgun, laugardag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir