Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mán 29. janúar 2024 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Upplifir drauminn í sumar - „Mjög erfitt að segja nei við FCK"
Fer til FCK í sumar.
Fer til FCK í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Ég vel FCK af því ég hef séð menn komast þar í gegn og ég held að ég geti það líka
Ég vel FCK af því ég hef séð menn komast þar í gegn og ég held að ég geti það líka
Mynd: FC Kaupmannahöfn
Gunnar Orri er að fara til FCK líkt og Viktor Bjarki.
Gunnar Orri er að fara til FCK líkt og Viktor Bjarki.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Raggi Sig stýrði Fram seinni hluta síðasta tímabils. Hann er einmitt fyrrum leikmaður FCK.
Raggi Sig stýrði Fram seinni hluta síðasta tímabils. Hann er einmitt fyrrum leikmaður FCK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn fagnaði sigri gegn Manchester United í vetur.
Orri Steinn fagnaði sigri gegn Manchester United í vetur.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er ógeðslega spennandi, það er draumurinn," sagði Viktor Bjarki Daðason sem heldur til Kaupmannahafnar í sumar og gengur í raðir FCK frá uppeldisfélagi sínu Fram.

„Ég vissi þetta fyrir svona fjórum mánuðum. Ég fór einu sinni út á reynslu. Ég var með tvo aðra möguleika í Danmörku og einnig áhugi frá Ítalíu. Ég vel FCK af því ég hef séð menn komast þar í gegn og ég held að ég geti það líka, verið eins góður og ég get," sagði Viktor Bjarki.

Hann er fimmtán ára framherji sem kom fjórum sinnum við sögu með meistaraflokki Fram í fyrra. Hann er mjög efnilegur og hefur þegar leikið sjö leiki með unglingalandsliðunum.

Það er hægt að sjá leið í gegnum akademíuna hjá FCK og inn í aðalliðshópinn.

„Það er mjög gott sjá að menn hafa komist í gegn. Þá get ég það líka. Það sýnir líka að FCK tekur ábyrgð á þeim sem þeir kaupa."

Hjá FCK er markmiðið að komast inn í aðalliðið „og ég vil standa mig mjög vel þar. Ég vil standa mig vel í akademíunni og komast lengra í fótboltanum."

Gott að hafa einn Íslending með sér
Stjörnumaðurinn Gunnar Orri Olsen er einnig að fara til Kaupmannahafnar í sumar. Viktor og Gunnar hafa spilað saman með unglingalandsliðunum og hafa m.a. verið herbergisfélagar í landsliðsferð á Írlandi.

„Við erum mjög góðir vinir, við getum spjallað um margt og mikið og lengi. Það er gott að hafa einn með sér. Við þekkjumst í gegnum unglingalandsliðin. FCK var búið að koma auga á hann aðeins á undan mér. Leikurinn gegn Ungverjum gerði okkur mjög gott."

Hvatning að vita af njósnurum í stúkunni
Njósnarar frá FCK fylgdust með Viktori spila gegn Ungverjum með U15 landsliðinu í lok ágúst. Viktor skoraði fyrra mark leiksins og Gunnar seinna markið.

„Ungverjaleikurinn var mjög góður hjá mér. Ég skoraði og Gunnar skoraði líka. Draumaleikur fyrir okkur báða."

„Ég sá njósnarana upp í stúku og vissi fyrir leikinn að þeir væru að koma. Sem betur fer setti ég allt í þennan leik. Það var hvatning að vita að ég gæti farið til FCK ef ég væri góður í þessum leik."


Viktor er eins og fyrr segir nokkuð nálægt meistaraflokknum. Er erfitt að fara?

„Þetta var erfið ákvörðun en samt ekki. Ég hefði getað verið eitt tímabil og spilað meistaraflokksbolta, en ég ákvað að fara og sjá hversu langt ég næ. Það er mjög erfitt að segja nei við FCK."

Með eiginleika sem henta vel í framherjastöðuna
Viktor býr yfir mörgum eiginleikum. Hann lýsir sér sem snöggum framherja, getur verið með boltann í löppunum og er einnig góður í loftinu. „Ég er góður að klára færi," sagði Viktor en það er kannski mikilvægast af öllu sem fremsti maður. Hann var í fyrra á yngra ári í 3. flokki og spilaði því upp fyrir sig í fyrra þegar hann lék með 2. flokki um sumarið. Þar raðaði hann inn mörkum og var sá þriðji markahæsti í loka lotunni.

Geggjað að fá traustið frá Ragga
En hvernig var að koma inn í meistaraflokkinn hjá Fram í fyrra?

„Við vorum neðarlega, en Fram er svo gott lið og það góður andi í hópnum að við náðum að koma þessu í gegn. Það var aldrei stress í okkur, við vissum að við værum með nógu gott lið. Þjálfararnir í fyrra komu okkur í gegnum þetta."

„Mér gekk frekar vel í tveimur af leikjunum, spilaði frekar lítið í hinum tveimur."

„Raggi treysti mér mjög mikið fyrir KA leiknum þar sem ég kom inn á og spilaði 30 mínútur. Það var eiginlega úrslitaleikur fyrir okkur. Það var geggjað að hann treysti mér fyrir því. Adrenalínið var á milljón, geggjað að fá að spila fyrir uppeldisklúbbinn minn. Ég kann ekki einu sinni að lýsa því. Bara geggjað."


Þegar Viktor kom inn á gegn Víkingi í 22. umferð Bestu deildarinnar varð hann yngsti leikmaður í sögu Fram til að spila leik.

Þarf kannski að slá met Orra
Orri Steinn Óskarsson fór í gegnum unglingalið FCK og kom sér inn í aðalliðið. Horfir Viktor mikið í hvaða leið Orri fór?

„Já, ég sá að hann setti nokkur markamet. Kannski þarf ég að reyna slá þau. Það gæti verið eitt af markmiðunum. Ég fer út í sumar, 1. júlí og fer inn í U17."

„Ég fer í danskan skóla hjá FCK þar sem strákarnir í akademíunni eru. Ég þarf aðeins að æfa dönskuna. Hún kemur með tímanum. Ég er ekki sleipur í henni núna en það kemur."

„Það er eiginlega ekki hægt að koma því í orð. Ég er ógeðslega spenntur að fara þangað, í FCK sem er stærsti klúbburinn á Norðurlöndunum. Geggjað, það er það eina sem ég get sagt,"
sagði Viktor að lokum.

   16.01.2024 14:30
Gunnar valdi FCK fram yfir önnur stór félög - „Elskaði þetta strax eftir fyrstu æfingu"

Athugasemdir
banner
banner