Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. febrúar 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikar kvenna: Álftanes og KH skildu jöfn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Álftanes 1-1 KH
0-1 Ísold Hallfríðar Þórisdóttir ('35 )
1-1 Klara Kristín Kjartansdóttir ('73 )


Riðill eitt í C deild Lengjubikars kvenna hófst í gær á leik Álftaness gegn KH.

Leiknum lauk með jafntefli en KH var með forystuna í hálfleik. Klara Kristín jafnaði metin fyrir Álftanes þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma. Hún er fædd árið 2009.

Álftanes hafnaði í 8. sæti 2. deildarinnar á síðustu leiktíð og KH í 9. sæti en 21 stigi munaði á liðunum.

Annar leikur riðilsins fer fram í kvöld þar sem Fjölnir og Smári mætast í Egilshöllinni.


Athugasemdir
banner
banner