Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. mars 2021 10:40
Magnús Már Einarsson
Valerenga bannaði Viðari ekki að fara - Leikmaður Kanada fór
Icelandair
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Jörgen Ingibrigtsen, yfirmaður íþróttamála Valerenga, neitar því að félagið hafi bannað Viðari Erni Kjartanssyni að vera í íslenska landsliðshópnum fyrir komandi leiki. 

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, sagði við Fótbolta.net í dag að Valerenga hefði bannað Viðari að vera í hópnum þegar fyrst var valinn stór hópur fyrir komandi landsleiki.  

„Það er ekki satt. Við vorum til í að reyna að finna lausnir," sagði Jörgen við Fótbolta.net í dag. 

„Við erum með tvo landsliðsmenn. Íslenskan leikmann Viðar Kjartansson og Sam Adekugbe hjá Kanada.  Þegar landslið voru að velja stóru hópana í lok febrúar eða byrjun mars þá höfðu bæði landslið samband við okkur. Við létum þau vita af nýju FIFA reglunni að við mættum halda leikmönnum hér ef að sóttkví væri meira en 5 dagar.  Eins og staðan er í dag er það sjö dagar.  Við létum líka vita að ef eitthvað myndi breytast fyrir landsliðsvalið gætum við rætt saman og verið í sambandi næstu vikurnar."

„Sam Adekugbe er núna að spila með landsliðinu hjá Kanada.  Íslenska landsliðið svaraði tölvupósti mínum og sagðist skilja stöðuna og að þeir myndu hafa samband ef Viðar yrði valinn í hópinn til að að finna lausn.  Ég heyrði aldrei aftur frá þeim."


Norska úrvalsdeildin átti að hefjast beint eftir landsleikjaglugga og því hefðu leikmenn misst af fyrsta leik eftir landsleiki vegna sóttkví.  Hins vegar var deildinni frestað fram í maí á dögunum vegna kórónuveirufaraldursins og því hefði Viðar getað farið í landsleikina án þess að missa af leik með Valerenga.

„Við áttum að spila fyrsta leik mánudaginn 5. apríl en fyrir nokrkum vikum var deildinni frestað og því hefði ekki verið vandamál fyrir landsliðsmenn að fara og taka út sóttkví við eimkomu. Við leyfðum kanadíska leikmanninum að fara en heyrðum aldrei aftur frá íslenska landsliðinu," sagði Jörgen.

„Það eru ekki mörg lið í norsku úrvalsdeildinni sem eiga landsliðsmenn á hæsta stigi.  Þess vegna leyfðum við Sam Adekugbe að fara og við leyfðum Viðari að fara í haust í landsleiki þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Við erum mjög stolt að hafa leikmenn í landsliðinu."

Viðar sagði sjálfur við Fótbolta.net í dag: „Ég var í samtali við yfirmann íþróttmála hjá Valerenga allan tímann og þeir bönnuðu aldrei neitt. Þeir leyfðu leikmanni úr kanadíska landsliðinu að fara. Þetta er ekki rétt, því miður."
Athugasemdir
banner
banner