Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. mars 2023 13:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Castillion sleit hásin á fyrstu æfingu með Grindavík
Lengjudeildin
Geoffrey Castillion.
Geoffrey Castillion.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og talað var um í gær þá var sóknarmaðurinn Geoffrey Castillion til reynslu hjá Grindavík. Hann fór með liðinu í æfingaferð.

Hann varð hins vegar frá því óláni að slíta hásin á sinni fyrstu æfingu með liðinu. Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur, staðfesti þetta við Fótbolta.net.

Þetta eru erfið meiðsli sem munu halda honum lengi frá keppni. Hann mun ekki geta spilað mikinn fótbolta í sumar og fær því ekki samning í Grindavík.

Castillion, sem er uppalinn í stórliðinu Ajax, byrjaði á því að ganga í raðir Víkings þar sem hann skoraði ellefu mörk í 17 keppnisleikjum. Eftir það fór hann í FH þar sem gekk ekki eins vel og skoraði hann aðeins eitt mark í tíu deildarleikjum.

Hann fór aftur í Víking á láni og skoraði þá sex mörk í átta deildarleikjum.

Sóknarmaðurinn lék svo síðast á Íslandi með Fylki sumarið 2019 og skoraði þá tíu mörk í 19 leikjum í efstu deild.

Rætt var um Castillion í hlaðvarpi um Fylki sem var birt hér á síðunni í gær. Hægt er að hlusta á það hér fyrir neðan.
Niðurtalningin - Munu Fylkismenn svara fyrir sig?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner