Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   mið 29. maí 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Geta skrifað kafla í grískri fótboltasögu
Olympiakos getur orðið fyrsta gríska félagið til að vinna Evrópubikar þegar liðið mætir Fiorentina í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í Aþenu í kvöld.

Spánverjinn José Luis Mendilibar er stjóri Olympiakos en liðið komst í úrslitaleikinn með því að vinna Aston Villa samtals 6-2 í undanúrslitum. Liðið mætir Fiorentina sem hyggst bæta upp fyrir að hafa tapað gegn West Ham í úrslitaleik keppninnar í fyrra.

„Það yrði stórkostlegt að skrifa sögu Olympiakos og gríska fótboltans," segir Mendilibar sem vann Evrópudeildina með Sevilla á síðasta tímabili og tók við Olympiakos í febrúar.

Gríska liðið hafði þá fallið út úr Evrópudeildinni í riðlakeppninni og inn í Sambandsdeildina.

„Á leiðinni höfum við ferðast í gegnum alla Evrópu og spilað gegn fjölda andstæðinga. Það hafa verið svo margar ólíkar stundir. Það má kalla þetta maraþon og nú höfum við náð að endalínunni."
Athugasemdir