Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 29. maí 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Geta skrifað kafla í grískri fótboltasögu
José Luis Mendilibar.
José Luis Mendilibar.
Mynd: Getty Images
Olympiakos getur orðið fyrsta gríska félagið til að vinna Evrópubikar þegar liðið mætir Fiorentina í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í Aþenu í kvöld.

Spánverjinn José Luis Mendilibar er stjóri Olympiakos en liðið komst í úrslitaleikinn með því að vinna Aston Villa samtals 6-2 í undanúrslitum. Liðið mætir Fiorentina sem hyggst bæta upp fyrir að hafa tapað gegn West Ham í úrslitaleik keppninnar í fyrra.

„Það yrði stórkostlegt að skrifa sögu Olympiakos og gríska fótboltans," segir Mendilibar sem vann Evrópudeildina með Sevilla á síðasta tímabili og tók við Olympiakos í febrúar.

Gríska liðið hafði þá fallið út úr Evrópudeildinni í riðlakeppninni og inn í Sambandsdeildina.

„Á leiðinni höfum við ferðast í gegnum alla Evrópu og spilað gegn fjölda andstæðinga. Það hafa verið svo margar ólíkar stundir. Það má kalla þetta maraþon og nú höfum við náð að endalínunni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner