Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 09:54
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Mæti upp á rútuna ef titlarnir verða dæmdir Liverpool
Ellefu þúsund troðfylltu salinn og hlustuðu á Jurgen Klopp svara spurningum.
Ellefu þúsund troðfylltu salinn og hlustuðu á Jurgen Klopp svara spurningum.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Jurgen Klopp fyrrum stjóri Liverpool segir að hann muni mæta í fagnaðarlæti ef Englandsmeistaratitlarnir tveir sem liðið rétt missti af til Manchester City verða dæmdir til félagsins.

Klopp kom fram á kveðjuviðburði í Liverpoolborg í gær þar sem hann tók við fjölmörgum spurningum fyrir framan ellefu þúsund áhorfendur í M&S Bank Arena.

Liverpool var einu stigi frá Englandsmeistaratitlunum 2019 og 2022. Manchester City, sem vann bæði árin, er undir rannsókn vegna ásakana um 115 fjárhagsbrot.

„Þú kveður félagið eftir að hafa unnið úrvalsdeildina einu sinni. Það gæti komið dómsúrskurður sem þýðir að þú hefur unnið deildina þrisvar..." sagði skemmtikrafturinn John Bishop sem stýrði viðburðnum í gær. Klopp greip inn í:

„Ef þú skipuleggur fögnuð þá mæti ég upp á rútuna. Ég er klár! Mér er sama hversu langan tíma þetta tekur," sagði Klopp.

Á viðburðnum í gær sagðist Klopp hafa átt gott spjall við Arne Slot sem tekur við stjórastarfinu af sér og táraðist þegar fólk í salnum söng sér til heiðurs.

Margir stuðningmenn Liverpool vildu fá að vita hvort Klopp telji að eigendur félagsins hefðu átt að gefa honum meira fjármagn til leikmannakaupa?

„Getið þið ímyndað ykkur LFC sem félag með ótakmarkaða peninga? Ímyndið ykkur ef Kylian Mbappe hefði komið, Bellingham og Haaland. Það eru ekki við, það passar ekki. Við afrekuðum það sem við afrekuðum og gerðum það með Liverpool leiðinni," svaraði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner