Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
   mið 29. september 2021 13:35
Fótbolti.net
Íslenski slúðurpakkinn - Miklar hræringar og hreyfingar
Aron Jóhannsson er samningslaus og hefur fundað með Breiðabliki.
Aron Jóhannsson er samningslaus og hefur fundað með Breiðabliki.
Mynd: Getty Images
Valgeir Valgeirsson er orðaður við Víking og KR.
Valgeir Valgeirsson er orðaður við Víking og KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA reynir að fá Thomas Mikkelsen.
KA reynir að fá Thomas Mikkelsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Árni er á óskalistum KR og ÍA.
Jóhann Árni er á óskalistum KR og ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hrafn Kjartansson er á óskalista ÍBV.
Orri Hrafn Kjartansson er á óskalista ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir vilja fá Guðmann Þórisson.
Kórdrengir vilja fá Guðmann Þórisson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
ÍBV er í viðræðum við Hermann Hreiðarsson en Þróttarar í Vogum reyna að halda honum.
ÍBV er í viðræðum við Hermann Hreiðarsson en Þróttarar í Vogum reyna að halda honum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að fyrsta slúðurpakkanum úr íslenska boltanum þetta haustið. Margar kjaftasögur eru í gangi, bæði hvað varðar þjálfara og leikmenn.

Slúðurpakkinn er einungis til gamans og ef menn hafa ábendingar varðandi pakkann eða um slúður hafið þá samband á [email protected]

Efsta deild:

Víkingur
Nýkrýndir Íslandsmeistarar eru áfram stórhuga og þurfa nauðsynlega að fá inn varnarmenn. Félagið fer ekki leynt með áhuga á Kyle McLagan hjá Fram og þá hefur Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Fylkis, verið nefndur. Víkingur gæti keypt Karl Friðleif Gunnarsson frá Breiðabliki eftir góða frammistöðu á lánssamningi.

Eftir fall HK eru Valgeir Valgeirsson og Birnir Snær Ingason á óskalista Víkinga. Einnig eru sögur um áhuga á Kristni Frey Sigurðssyni sem er að verða samningslaus og sóknarmanninum Aroni Jóhannssyni sem gæti spilað hér á Íslandi eftir langan atvinnumannaferil.

Breiðablik
Aron Jóhannsson er búinn að funda með Breiðabliki og ekki talið ólíklegt að hann spili í Kópavoginum næsta sumar. Óvissa er með Árna Vilhjálmsson og Oliver Sigurjónsson er sagður fara mögulega annað. Þá er Jason Daði Svanþórsson undir smásjám erlendra félaga.

KR
KR skoðar að fá markvörð. Hannes Þór Halldórsson er orðaður við endurkomu í félagið en Ögmundur Kristinsson, sem fær ekkert að spila í Grikklandi hefur líka verið nefndur. Það ku vera forgangsatriði hjá KR að fá Valgeir Valgeirsson frá HK og þá hefur félagið einnig mikinn áhuga á Jóhanni Árna Gunnarssyni leikmanni Fjölnis.

KA
KA reynir að fá danska sóknarmanninn Thomas Mikkelsen, fyrrum leikmann Breðabliks, aftur til Íslands og ætlar að bjóða honum freistandi samning. Akureyrarfélagið er búið að heyra í Kristni Frey Sigurðssyni sem er að verða samningslaus hjá Val. Ívar Örn Árnason gæti yfirgefið KA en hann er víst að flytja á höfuðborgarsvæðið.

Valur
Hannes Þór Halldórsson er óánægður með framkomu félagsins í sinn garð og íhugar jafnvel að leggja hanskana á hilluna. Guy Smit hefur samið við Hlíðarendafélagið. Valur vill fá Davíð Kristján Ólafsson, fyrrum bakvörð Breiðabliks, frá Álasundi. Þá eru sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason sem er hjá Esbjerg og varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson líka á óskalistanum. Kristinn Freyr Sigurðsson mun yfirgefa Valsmenn.

FH
Þjálfaramálin hjá FH eru enn í óvissu en sagan segir að Ólafur Jóhannesson sé til í að vera áfram ef gengið verður að vissum kröfum. Hólmar Örn Eyjólfsson hefur verið orðaður við FH en sagt er að hann hugi að heimkomu. Þá vilja FH-ingar fá Davíð Snæ Jóhannsson, leikmann Keflavíkur.

Stjarnan
Eyjólfur Héðinsson er að hætta hjá Stjörnunni og gæti lagt skóna á hilluna. Stjarnan er í uppbyggingu og spurning hvort Þorvaldur Örlygsson verði áfram. Ólafur Jóhannesson er meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starfið

Leiknir
Leiknismenn þurfa að fá markvörð og dreymir um að Hannes Þór Halldórsson snúi til baka í uppeldisfélagið. Miðvörðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson er orðaður við heimkomu frá ÍA. Einnig þarf að styrkja sóknarlínuna en Manga Escobar er á förum og Sólon Breki Leifsson hyggst leggja skóna á hilluna eftir erfitt meiðslatímabil.

ÍA
ÍA hefur lengi haft augastað á Jóhanni Árna Gunnarssyni leikmanni Fjölnis. Skagamenn reyna að halda Óttari Bjarna sem er að verða samningslaus og þá er Arnþór Ingi Kristinsson, leikmaður KR, orðaður við endurkomu á Skipaskaga. Færeyski landsliðsmaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu er hættur hjá Val og sögur um að ÍA hafi áhuga.

Keflavík
Sögur um að Sigurður Ragnar Eyjólfsson verði einn aðalþjálfari með Keflavík og að Stefan Ljubicic gæti komið frá HK.

Fram
Forgangsatriði hjá Frömurum er að reyna að halda McLagan sem Víkingar eru að reyna að fá. Eftir fall Fylkismanna vonast Framarar til þess að Unnar Steinn Ingvarsson snúi aftur. Þá ætla nýliðarnir að fá inn sóknarmann.

ÍBV
Eyjamenn eru að reyna að fá Hermann Hreiðarsson til að stýra liðinu í efstu deild. Alex Freyr Hilmarsson hjá KR og Fylkismennirnir Orri Hrafn Kjartansson og Dagur Dan Þórhallsson eru á óskalista Eyjamanna sem vilja síðan halda Ísak Andra Sigurgeirssyni sem stóð sig vel á láni frá Stjörnunni.

Lengjudeildin:

HK
Óvíst er hvort stjórn HK ákveði að halda Brynjari Birni Gunnarssyni í þjálfarastólnum. HK-ingar eru með nokkra áhugaverða leikmenn og afar ólíklegt að þeir nái að halda Valgeiri Valgeirssyni og Birni Snæ Ingasyni

Fylkir
Aðalverkefni Fylkismanna er að reyna að halda í sína mest spennandi bita en óvissa er með ýmsa leikmenn. Albert Brynjar Ingason er sagður íhuga að enda ferilinn heima í Árbænum og þá vill Rúnar Páll Sigmundsson fá Eyjólf Héðinsson sem aðstoðar- og styrktarþjálfara. Eyjólfur myndi þá leggja skóna á hilluna.

Fjölnir
Úlfur Arnar Jökulsson sem hefur þjálfað 2. flokk Fjölnis undanfarin ár er tekinn við meistaraflokknum og Grafarvogsfélagið mun setja traust sitt á unga leikmenn. Varnarmaðurinn Guðmundur Þór Júlíusson snýr líklega aftur í Fjölni frá HK. Óvíst er hvað Baldur Sigurðsson gerir.

Kórdrengir
Kórdrengir vilja fá varnarmanninn Guðmann Þórisson sem hefur yfirgefið FH.

Vestri
Samúel Samúelsson er sagður hafa náð munnlegu samkomulagi við Jón Þór Hauksson um að halda áfram þjálfun liðsins.

Grótta
Grótta er í viðræðum við Englendinginn Chris Brazell sem var aðstoðarmaður hjá Ágústi Gylfasyni.

Grindavík
Grindvíkingar eru ekki búnir að ráða þjálfara en hafa samt sem áður heyrt í ýmsum leikmönnum. Tómas Leó Ásgeirsson úr Haukum og Alex Freyr Hilmarsson eru meðal nafna á óskalistanum. Markaskorarinn Sigurður Bjartur Hallsson vonast til þess að fá tækifæri til að spila erlendis en ef honum verður ekki að ósk sinni má fastlega gera ráð fyrir því að hann fari í efstu deild.

Selfoss
Gary Martin verður áfram og Selfyssingar hyggjast bæta við sig fleiri breskum leikmönnum.

Þór
Alexander Már Þorláksson gæti farið frá Fram til Þórs og spilað undir stjórn föður síns, Þorláks Árnasonar.

Afturelding
Magnús Már Einarsson verður að öllum líkindum áfram við stjórnvölinn í Mosfellsbænum.

Þróttur Vogum
Þróttarar reyna að halda Hermanni Hreiðarssyni sem hefur rætt við ÍBV. Ef Hermann hverfur á braut gætu Rafn Markús Vilbergsson, Úlfur Blandon, Eysteinn Húni Hauksson eða Alfreð Elías Jóhannsson verið á blaði.

KV
Sigurvin Ólafsson hafnaði ÍBV til að vera áfram í Vesturbænum. Agnar Þorláksson er á leið til Tindastóls þar sem hann verður spilandi sjúkraþjálfari.

2. deildin:

Þróttur Reykjavík
Róbert Hauksson mun líklega yfirgefa Þróttara eftir fallið niður í 2. deild en hann var ljósasti punktur tímabilsins. Guðlaugur Baldursson er hættur og hafa tvíburabræðurnir Hans Sævar og Jens Elvar Sævarssynir verið orðaðir við að taka við taumunum. Rafn Markús og Ólafur Brynjólfsson hafa líka verið nefndir.

KF
KF ætlar að fá sér nýjan framherja í stað Sachem Wilson sem stóðst ekki væntingar í sumar.

Haukar
Alexander Freyr Sindrason gæti yfirgefið HK og haldið aftur í Hauka. Hann lék á lánssamningi hjá Fjölni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner