Markvörðurinn Andre Onana hefur farið erfiðlega af stað á ferli sínum hjá Manchester United.
Hann var keyptur frá Inter í sumar eftir að David de Gea yfirgaf United.
Hann var keyptur frá Inter í sumar eftir að David de Gea yfirgaf United.
Onana hefur gert nokkur slæm mistök til þessa en Daley Blind, fyrrum leikmaður Man Utd, kallar eftir þolinmæði. Blind þekkir Onana vel eftir að hafa spilað með honum hjá Ajax.
„Hann er einn besti markvörður í heimi," sagði Blind í samtali við The Athletic.
„Þegar hausinn á honum er rétt stilltur, þá er hann einn sá besti. Hann er sigurvegari. Hann leggur mikið á sig. Ég á gott samband við hann."
Athugasemdir