Ísak Bergmann Jóhannesson hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu en þessi sautján ára Íslendingur hefur slegið í gegn með Norrköping í Svíþjóð.
Njósnarar frá Manchester United og Liverpool hafa verið að fylgjast með leikmanninum og hann hefur fengið mikla umfjöllun í enskum fjölmiðlum.
Njósnarar frá Manchester United og Liverpool hafa verið að fylgjast með leikmanninum og hann hefur fengið mikla umfjöllun í enskum fjölmiðlum.
The Sun fjallar um það að Ísak fæddist á Englandi, þegar faðir hans Jóhannes Karl Guðjónsson var atvinnumaður hjá Aston Villa.
„Ísak fæddist í Sutton Coldfield, nokkrum kílómetrum frá Villa Park," segir í umfjöllun The Sun.
„Þess vegna er þessi hæfileikaríki vængmaður löglegur með enska landsliðinu ef hann kýs að spila fyrir það."
Segir í breska götublaðinu sem fer nánar út í ættfræði Ísaks sem kemur frá frægri fótboltafjölskyldu.
Ísak hefur ekki leikið fyrir A-landslið Íslands en í viðtali við Fótbolta.net í september sagðist hann telja sig nálægt A-landsliði Íslands.
„Já eg tel mig vera nálægt en fyrst og fremst er ég þakklátur fyrir það að vera í U21-landsliðinu. Ég vil hjálpa þeim eins mikið og ég get í þessum verkefnum sem eru framundan og vonandi getum við náð markmiðum okkar að komast upp úr þessum riðli," sagði Ísak.
Fyrr á árinu sagði hann í öðru viðtali að það kæmi ekki til greina að spila fyrir England. „Það er aldrei spurning. Ísland alla daga vikunnar," sagði Ísak.
As mentioned before Ísak is born in England, and he could play for England if he wants to. But his heart beats for Iceland.
— Gudmundur Asgeirsson (@gummi_aa) October 29, 2020
In May he said to me: "Never a question. Iceland every day of the week" 🇮🇸🏴 pic.twitter.com/r5vxncb8O1
Athugasemdir