Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   fim 29. október 2020 13:17
Elvar Geir Magnússon
The Sun fjallar um að Ísak sé löglegur með enska landsliðinu
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu en þessi sautján ára Íslendingur hefur slegið í gegn með Norrköping í Svíþjóð.

Njósnarar frá Manchester United og Liverpool hafa verið að fylgjast með leikmanninum og hann hefur fengið mikla umfjöllun í enskum fjölmiðlum.

The Sun fjallar um það að Ísak fæddist á Englandi, þegar faðir hans Jóhannes Karl Guðjónsson var atvinnumaður hjá Aston Villa.

„Ísak fæddist í Sutton Coldfield, nokkrum kílómetrum frá Villa Park," segir í umfjöllun The Sun.

„Þess vegna er þessi hæfileikaríki vængmaður löglegur með enska landsliðinu ef hann kýs að spila fyrir það."

Segir í breska götublaðinu sem fer nánar út í ættfræði Ísaks sem kemur frá frægri fótboltafjölskyldu.

Ísak hefur ekki leikið fyrir A-landslið Íslands en í viðtali við Fótbolta.net í september sagðist hann telja sig nálægt A-landsliði Íslands.

„Já eg tel mig vera nálægt en fyrst og fremst er ég þakklátur fyrir það að vera í U21-landsliðinu. Ég vil hjálpa þeim eins mikið og ég get í þessum verkefnum sem eru framundan og vonandi getum við náð markmiðum okkar að komast upp úr þessum riðli," sagði Ísak.

Fyrr á árinu sagði hann í öðru viðtali að það kæmi ekki til greina að spila fyrir England. „Það er aldrei spurning. Ísland alla daga vikunnar," sagði Ísak.


Athugasemdir
banner
banner
banner