Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
banner
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 23. janúar
WORLD: International Friendlies
Bandaríkin 3 - 0 Kosta Ríka
fös 15.maí 2020 14:15 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Mikil trú á Ísaki sem stefnir hátt: Vil vinna í hvert einasta skipti

Fimmtán ára gamall þreytti Ísak Bergmann Jóhannesson frumraun sína með aðalliði sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, en aðeins um fimm mánuðum áður hafði hann brotið blað í sögu uppeldisfélags síns, ÍA.

Sú skoðun er marga að Ísak sé efnilegasti fótboltamaður þjóðarinnar, og í Svíþjóð er gengið svo langt að tala um Skagastrákinn sem þann efnilegasta frá því að Kim nokkur Kallström steig sín fyrstu skref í boltanum. Ekki amalegt hrós það og líklega myndi flest fólk hoppa hæð sína af gleði við að heyra eitthvað í líkingu við slíka gullhamra.

Ísak, sem er núna 17 ára að aldri, lætur hins vegar allt hrós, og alla neikvæðni hvað það varðar, ekki slá sig út af laginu. Hann er jarðbundinn, en viðurkennir auðvitað að stefnan sé að ná mjög langt.

Ísak skrifaði blað í sögu ÍA árið 2018.
Ísak skrifaði blað í sögu ÍA árið 2018.
Mynd/Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Jóhannes Karl er faðir Ísaks. 'Ég hef litið upp til pabba alveg frá því ég man eftir mér'
Jóhannes Karl er faðir Ísaks. 'Ég hef litið upp til pabba alveg frá því ég man eftir mér'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Siggi Jóns þjálfaði Ísak í yngri flokkum upp á Skaga.
Siggi Jóns þjálfaði Ísak í yngri flokkum upp á Skaga.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég sem fótboltamaður, íþróttamaður og persóna vildi taka skrefið frá ÍA inn í atvinnumannaumhverfi og inn í fullorðinsfótbolta sem fyrst'
'Ég sem fótboltamaður, íþróttamaður og persóna vildi taka skrefið frá ÍA inn í atvinnumannaumhverfi og inn í fullorðinsfótbolta sem fyrst'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver og Ísak fóru saman til Norrköping, en Oliver hefur verið mjög óheppinn með meiðsli.
Oliver og Ísak fóru saman til Norrköping, en Oliver hefur verið mjög óheppinn með meiðsli.
Mynd/Heimasíða ÍA
Ísak talaði við Arnór Sigurðsson áður en hann valdi að fara til Svíþjóðar. Arnór var seldur frá Norrköping frá CSKA Moskvu í Rússlandi árið 2018.
Ísak talaði við Arnór Sigurðsson áður en hann valdi að fara til Svíþjóðar. Arnór var seldur frá Norrköping frá CSKA Moskvu í Rússlandi árið 2018.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur gengið vel hjá Ísaki að aðlagast í Svíþjóð.
Það hefur gengið vel hjá Ísaki að aðlagast í Svíþjóð.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árið 2019 var mjög gott fyrir Ísak sem spilaði sína fyrstu leiki með aðalliði Norrköping og fór á stórmót með Íslandi.
Árið 2019 var mjög gott fyrir Ísak sem spilaði sína fyrstu leiki með aðalliði Norrköping og fór á stórmót með Íslandi.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak stefnir á að verða fastamaður í aðalliðshóp Norrköping á komandi leiktíð.
Ísak stefnir á að verða fastamaður í aðalliðshóp Norrköping á komandi leiktíð.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik gegn Þýskalandi á EM U17.
Í leik gegn Þýskalandi á EM U17.
Mynd/Getty Images
'Þessi reynsla mun hjápa okkur þegar við förum næst á stórmót'
'Þessi reynsla mun hjápa okkur þegar við förum næst á stórmót'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aftonbladet segir Ísak þann efnilegasta frá því að Kim Kallström kom fram á sjónvarsviðið.
Aftonbladet segir Ísak þann efnilegasta frá því að Kim Kallström kom fram á sjónvarsviðið.
Mynd/Getty Images
Ísak er fæddur í Englandi, en það kemur ekki til greina að spila fyrir enska landsliðið: Ísland alla daga vikunnar
Ísak er fæddur í Englandi, en það kemur ekki til greina að spila fyrir enska landsliðið: Ísland alla daga vikunnar
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum báðir jafn 'football mad' og það líður örugglega ekki sú sekúnda þegar við erum ekki að hugsa um fótbolta"
Faðir Ísaks, Jóhannes Karl, þjálfari í fyrsta leiknum
Ísak kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu af Skaganum. Hann spilaði sinn fyrsta keppnisleik í meistaraflokki hjá föður sínum, Jóhannesi Karli, sem þjálfar ÍA í Pepsi Max-deild karla. Jóhannes Karl spilaði á sínum tíma 34 A-landsleiki fyrir Ísland og var atvinnumaður á Englandi og Spáni meðal annars.

„Ég hef litið upp til pabba alveg frá því ég man eftir mér," segir Ísak. „Fyrstu minningar mínar af honum í atvinnumensku er þegar ég fór með honum á æfingar hjá Burnley og Huddersfield."

„Að spila fyrir hann sem þjálfara var draumur þó að það hafi nú bara verið einn leikur. Hann hefur og verður alltaf mín helsta fyrimynd og hann hefur hjálpað mér svo mikið, bæði sem manneskja og sem fótboltamaður. Við erum báðir jafn 'football mad' og það líður örugglega ekki sú sekúnda þegar við erum ekki að hugsa um fótbolta."

Ísak kveðst hafa lært mikið af föður sínum, til að mynda það sem honum finnst það allra mikilvægasta í fótboltanum. „Það hefur líka hjálpað mér mikið andlega að hann hefur upplifað allt saman í fótboltanum og getur þess vegna leiðbeint mér. Ég hef tekið upp hans sterku andlegu hlið og reynt að vera eins og hann því það er að mínu mati það mikilvægasta í fótbolta að vera stekur andlega."
„Siggi Jóns hafði talað við mig um að bæta metið hans frá því að hann byrjaði að þjálfa mig í 4. flokki"
Það var þann 22. september 2018 þegar Ísak kom inn á í sínum fyrsta keppnisleik í meistaraflokki þegar hann spilaði með ÍA í lokaumferð Inkasso-deildarinnar gegn Þrótti Reykjavík. Ísak varð þar með yngsti leikmaður í sögu ÍA. Hann var aðeins 15 ára og 182 daga og bætti þar með met Sigurðar Jónssonar, sem var á þeim tíma aðstoðarþjálfari meistaraflokks ÍA og þjálfari 2. flokks karla. Sá orðrómur kom upp í kjölfarið að Sigurður hefði pressað á Jóa Kalla að setja Ísak inn á svo að metið yrði bætt. Ísak staðfestir að sá orðrómur er sannur og segir að Siggi Jóns hafi snemma byrjað að ræða við sig um að bæta metið.

Ísak segir: „Það var ótrúlega gaman að koma þarna inn á. Ég hafði æft með meistaraflokki um sumarið og spilað vel með 2. flokk þegar við urðum Íslandsmeistarar. Siggi Jóns hafði talað við mig um að bæta metið hans frá því að hann byrjaði að þjálfa mig í 4. flokki. Svo þegar það kom að því þá var það hann sem að var að þrýsta á pabba að láta mig spila og slá metið sitt."

„Við spiluðum við Breiðablik í leik í 2. flokki á mánudegi og við unnum 5-1. Svo var leikur á fimmtudegi þar sem að við tryggjum okkur Íslandsmeistaratitilinn á móti Fylki. Siggi tekur mig þar út af snemma svo ég gæti tekið þátt í leiknum á laugardeginum á móti Þrótti, 36 klukkustundum síðar. Ég fer á eina æfingu á föstudeginum og kem svo inn á í lokaleiknum uppi á Skaga á móti Þrótti. Við vorum að berjast við HK um titilinn í Inkasso-deildinni í lokaumferðinni og því var þetta mjög mikilvægur leikur, en á endanum unnum við titilinn sem að var alveg geggjað. Það var magnaður endir á eftirminnilegri viku."

Fór til Ajax og fleiri félaga - Af hverju Norrköping?
Efnilegir íslenskir leikmenn fara oftast víða á reynslu og það á við um Ísak sem fór til dæmis til Ajax í Hollandi, Brighton í Englandi og Nordsjælland í Danmörku. Ajax er risastórt félag í Hollandi sem er þekkt fyrir það að þróa unga leikmenn í stjórstjörnur. Nýjustu dæmin um það eru Matthijs de Ligt og Frenkie de Jong. Ísak ákvað hins vegar í desember 2018 að skrifa undir hjá Norrköping í Svíþjóð ásamt Oliver Stefánssyni, sem kom einnig við sögu með ÍA í lokaleik Inkasso-deildarinnar.

Norrköping hefur í gegnum tíðina verið mikið Íslendingafélag þó Ísak og Oliver séu núna einu íslensku leikmenn félagsins. Á síðustu árum hafa leikmenn eins Alfons Sampsted, Arnór Sigurðsson, Guðmundur Þórarinsson og Jón Guðni Fjóluson verið á mála hjá félaginu.

Um ákvörðun sína að fara til Norrköping segir Ísak: „Ég fór til nokkurra flottra félaga þar sem aðstæður voru mjög góðar og það var frábært að upplifa það, en ég sem fótboltamaður, íþróttamaður og persóna vildi taka skrefið frá ÍA inn í atvinnumannaumhverfi og inn í fullorðinsfótbolta sem fyrst. Ég talaði við Arnór (Sigurðsson) um Norrköping og hann hafði bara gott um félagið að segja. Svo fer ég um haustið eftir að hafa spilað minn fyrsta leik með ÍA að skoða aðstæður og það var allt við þetta félag sem heillaði þannig að ég tók skrefið."

„Svo hjálpaði það að foreldrar Olivers flytja með honum út á sama tíma og ég fer. Magnea, mamma hans, er systir mömmu minnar og þau hafa verið alveg frábær í að hjálpa mér líka."

Það hefur gengið vel fyrir Ísak að aðlagast lífinu og fótboltanum í Norrköping. Hann spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði Norrköping í febrúar 2019, þegar hann var enn 15 ára. Það var gegn SC Farense á æfingamóti í Portúgal. „Það var bara æfingaleikur í æfingaferð og það kom ekki á óvart að ég spilaði, en það kom á óvart að ég byrjaði leikinn og spilaði 90 mínútur."

Hann spilaði svo sinn fyrsta keppnisleik með aðalliði Norrköping í ágúst í fyrra í 6-1 bikarsigri á Timrå IFK. Ísak gerði sér lítið fyrir í þeim leik og skoraði. Mánuði síðar spilaði hann sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni, en eftir leikinn fór hann svo í viðtal á sænsku.

„Það gekk mjög vel að aðlagast, sérstaklega með hjálp frá Magneu og Stefáni (foreldrum Olivers). Svo lagði þjálfarinn mikið upp úr því að ég og Oliver myndum læra sænsku eins fljótt og mögulegt er því að það er stór partur í því að aðlagast og kynnast liðsfélögunum betur. Við í Norrköping viljum spila boltanum meðfram jörðinni og sækja á mörgum mönnum sem er frábært fyrir ungan leikmann sem er að bæta sinn leik."
„Ég stefni mjög hátt og er ég með mín markmið fyrir framtíðina eins og að spila fyrir Íslands hönd"
Ætlar að vera fastamaður og stefnir mjög hátt
Ísak spilaði þessa tvo keppnisleiki með aðalliði Norrköping á síðustu leiktíð, en hann spilaði einnig hlutverk í U21 liði félagsins sem varð sænskur meistari. Fyrir komandi leiktíð er stefnan hjá þessum efnilegan leikmanni sett á að festa sig í sessi í aðalliðinu.

„Alveg frá því að síðasta tímabil kláraðist hefur markmið mitt verið að verða fastamaður í aðalliðshópnum og þegar tækifæri býðst að grípa það. Almennt, þá stefni mjög hátt og er ég með mín markmið fyrir framtíðina eins og að spila fyrir Íslands hönd, en það sem ég er að einbeita mér að núna er að þroskast sem manneskja, bæta mig sem leikmaður á hverjum einasta degi og vera klár hvenær sem Allsvenskan byrjar."

Stefnt er á að hefja keppni í efstu og næstefstu deild karla í Svíþjóð um miðjan júní, á sama tíma og stefnt er á að hefja leik í Pepsi Max-deildunum á Íslandi. Svíar hafa tekið kórónaveirufaraldrinum mun lausari tökum en flest önnur lönd og hafa æfingaleikir meðal annars verið leyfðir. Það hefur gengið vel hjá Ísaki að halda sér í standi undanfarnar vikur.

„Það hefur gengið vel þar sem að við höfum bara æft venjulega," segir Ísak. „Svíþjóð er ekki alveg að tækla þetta eins og aðrir og við höfum bara æft hrikalega vel og spilað leiki innbyrðis."

Nýtist okkur vel þegar við förum næst á stórmót
Árið í fyrra var virkilega gott fyrir Ísak sem spilaði sína fyrstu leiki með aðalliði Norrköping ásamt því að fara á stórmót með Íslandi. Hann spilaði stórt hlutverk í U17 landsliðinu sem fór alla leið í úrslitakeppni Evrópumótsins. Mótið var haldið í Írlandi og settu leikmennirnir mikið í reynslubankann fræga þrátt fyrir að hafa ekki komist áfram úr riðlinum.

Þeir voru reyndar ekki langt frá því að komast áfram þar sem þeim hefði dugað jafntefli í lokaleiknum gegn Portúgal, en niðurstaðan var 4-2 tap í leik sem Ísak skoraði í. Ísland var í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Rússlandi á mótinu.

„Þessi reynsla sem þessi hópur fékk eftir að hafa staðið sig vel var frábær og mjög dýrmæt," segir Ísak sem hefur fulla trú á því að þessi reynsla muni skila sér í framtíðinni. „Þetta mun koma til með að nýtast okkur öllum vel í framtíðinni. Þetta var fyrsta stórmótið okkar og það var auðvitað svekkjandi að komast ekki áfram þegar við vorum svo nálægt því, en þessi reynsla mun hjápa okkur þegar við förum næst á stórmót."
„Ég gef allt fyrir liðið mitt inn á vellinum og vill vinna í hvert einasta skipti sem ég spila fótbolta"
Hlusta bara á þjálfarann, þjálfarateymið og fjölskylduna
Eins og áður kemur fram þá hefur Ísak fengið mikið lof fyrir hæfileika sína á fótboltavellinum, bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Fjölmargir kollegar Ísaks hafa bent á hann sem efnilegasta leikmann landsins í hinni hliðinni hér á Fótbolta.net og í Svíþjóð er hann efnilegasti leikmaðurinn að mati Aftonbladet. Þá hafa eldri liðsfélagar talað vel um hann í fjölmiðlum. „Ég veit ekki um marga 17 ára stráka sem eru svona einbeittir og taka fótbolta svona alvarlega eins og hann," sagði Jonathan Levi, leikmaður Norrköping, um Ísak á dögunum.

Umræðan er mikil um Skagamanninn unga, en hann lætur það ekki trufla sig. „Það er auðvitað gaman að heyra þetta, en ég reyni að pæla sem minnst í því þegar það er verið að hrósa mér eða rakka mig niður á netinu því allt þannig mun bara aukast í framtíðinni vegna samfélgasmiðla. Ég hlusta bara á það sem þjálfarinn, þjálfarateymið og fjölskylda mín segir."

Það hafa kannski ekki allir Íslendingar séð til Ísaks á fótboltavellinum. Miðjumaðurinn lýsir sér svona: „Ég er með góðan leikskilning, með góða tækni, góðar sendingar og sendingagetu; svo er ég með góðan vinstri fót og get skotið. Ég vil búa til færi fyrir liðsfélaga mína og vera skapandi inn á vellinum. Síðan tel ég mig vera með mikla hlaupagetu. Ég gef allt fyrir liðið mitt inn á vellinum og ég vil vinna í hvert einasta skipti sem ég spila fótbolta."

Ísak er fæddur í Sutton Coldfield á Englandi og gæti því tæknilega séð spilað fyrir England ef hann vildi gera það. Það kemur hins vegar ekki til greina. „Það er aldrei spurning. Ísland alla daga vikunnar."

Það er mat margra að Ísak sé einn efnilegasti fótboltamaður Íslands, ef ekki sá efnilegasti. Það verður eflaust fyrr frekar en síðar að hann fylgi í fótspor sinnar helstu fyrirmyndar með því að spila í íslenska landsliðinu og í stærstu deildum Evrópu.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Ísak Bergmann (IFK Norrköping)
Þjálfari Norrköping: Ísak er stórkostlegur leikmaður
Athugasemdir
banner
banner