Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. október 2020 11:57
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Álaborgar hættir vegna veikinda dóttur hans
Jacob Friis.
Jacob Friis.
Mynd: Getty Images
Jacob Friis er hættur sem þjálfari Álaborgar í Danmörku vegna persónulegra ástæðna.

Dóttir hans greindist með hvítblæði fyrir u.þ.b. ári síðan og það er ástæða þess að Friis tekur þessa ákvörðun.

Peter Feher, aðstoðarþjálfari Álaborgar, tekur við liðinu til bráðabirgða.

Friis tók yfir sem aðalþjálfari í nóvember 2018.

Álaborg er um miðja dönsku úrvalsdeildina með átta stig eftir sex umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner