Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
   þri 29. nóvember 2022 10:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Piers Morgan: Ronaldo staðfesti við mig að hann hefði snert boltann
Ronaldo fagnar marki sínu.
Ronaldo fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo var svekktur að fyrra mark Portúgal gegn Úrúgvæ í gær hafi ekki verið skráð á sig.

Markið er skráð á Bruno Fernandes þar sem hann átti fyrirgjöf sem hafnaði í netinu. Ronaldo vildi meina að hann hefði átt snertingu áður en boltinn fór í netið en það eru ekki allir sammála því að hann eigi að fá markið skráð á sig.

Ronaldo reyndi að skalla boltann í netið og boltinn virtist strjúka á honum hárið en það var ekki nóg fyrir FIFA.

Þegar hann frétti í leikslok að markið var ekki hans var hann sjáanlega ekki sáttur og sýndi með tilþrifum að boltinn hafi strokið á honum ennið.

Piers Morgan, sem hefur verið duglegur að sleikja upp Ronaldo að undanförnu, birti í morgun tíst þar sem hann segist hafa talað við Ronaldo. „Ronaldo staðfesti við mig að hann hefði snert boltann með höfði sínu. Jafnvel Bruno er sammála því."

Morgan, sem er umdeildur fréttamaður, tók nýverið viðtal við Ronaldo sem vakti gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum. Þeir eru enn í sambandi, en það skiptir greinilega gríðarlega miklu máli fyrir Ronaldo að fá þetta mark skráð á sig.


Athugasemdir
banner
banner
banner