Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. janúar 2023 16:45
Elvar Geir Magnússon
Guardiola fékk nóg af Cancelo eftir rifrildi á æfingasvæðinu
Cancelo og Pep Guardiola.
Cancelo og Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Þær óvæntu fréttir bárust í dag að Joao Cancelo, bakvörður Manchester City, væri á leið til þýska stórliðsins Bayern München.

Daily Mail fjallar um málið og segir að Cancelo hafi brugðist illa við þegar hann komst að því að hann yrði ekki í byrjunarliði City í bikarleik gegn Arsenal á föstudaginn.

Cancelo hafi verið duglegur að láta í sér heyra vegna óánægju með spiltímann og samband hans við Pep Guardiola farið hratt versnandi síðustu vikur.

Í síðustu viku hafi þeir tveir svo rifist á æfingasvæðinu og það reynst síðasta hálmstráið.

Guardiola er sagður hafa fengið nóg þegar portúgalski bakvörðurinn hótaði að fara frá félaginu. Cancelo fer á lánssamningi en Bayern er með ákvæði um að geta keypt hann alfarið næsta sumar, fyrir rúmlega 60 milljónir punda.

Það er ekki besta staðan fyrir City að missa leikmanninn á þessum tímapunkti en sagt er að Guardiola telji viðhorf hans hafa neikvæð áhrif á leikmannahópinn í heild og best væri að losa hann í burtu.

Enski boltinn - Óvænt skipti og slúðursögur fyrir gluggadag
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner