Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   þri 30. mars 2021 17:15
Magnús Már Einarsson
Salah: Kannski spila ég á Spáni einn daginn
Mohamed Salah, framherji Liverpool, segist geta séð fyrir sér að spila í spænsku úrvalsdeildinni einn daginn.

„Ég vona að ég geti spilað fótbolta í mörg ár til viðbótar," sagði hinn 28 ára gamli Salah í viðtali við spænska íþróttablaðið Marca.

Salah var í viðtali fyrir leik Liverpool og Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku.

Aðspurður hvort hann vildi prófa að spila í spænsku úrvalsdeildinni sagði Salah: „Af hverju ekki? Þú veist aldrei hvað gerist í framtíðinni svo kannski einn daginn, já."
Athugasemdir
banner