Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 30. apríl 2021 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Woodward bað stuðningsmenn afsökunar
Mynd: Getty Images
Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United, fullvissaði stuðningsmenn félagsins í morgun um að félagið ætlaði ekki að reyna að endurvekja tillöguna um evrópska Ofurdeild.

Stuðningsmenn Man Utd og fleiri stórliða voru bálreiðir út í eigendur félaganna þegar þeir heyrðu af áformum um Ofurdeildina.

Ofurdeildin var harkalega gagnrýnd og er hugmyndin svo gott sem grafin í bili hið minnsta.

„Við viljum hlusta meira á stuðningsmennina okkar, það er augljóst að við gerðum það ekki áður en við tókum ákvörðun um Ofurdeildina. Ég vil biðja ykkur persónulegrar afsökunar. Ég veit að þið urðuð fyrir vonbrigðum og eruð reið," sagði Woodward.

„Við hefðum getað komist hjá þessum mistökum með samræðum við stuðningsmenn og meira gegnsæi. Öll stjórnin biðst afsökunar og ég vill fullvissa ykkur um að við lærðum okkar lexíu. Við höfum engan áhuga á að reyna að endurvekja Ofurdeildina."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner