Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. júní 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristófer Páll lánaður heim til Leiknis F. (Staðfest)
Kristó í lek með Leikni sumarið 2017.
Kristó í lek með Leikni sumarið 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Páll Viðarsson er kominn aftur heim í Leikni frá Fáskrúðsfirði.

Kristófer kemur að láni til Leiknis og gildir samningurinn út þessa leiktíð. Keflavík getur þó kallað Kristófer til baka í seinni félagaskiptaglugganum, í ágúst.

„Kristófer sem þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára og hafa verið mikið frá vegna meiðsla á að baki 105 leiki á Íslandsmóti og bikarkeppni og hefur skorað í þeim 37 mörk," segir á heimasíðu Leiknis þar sem sagt er frá félagaskiptunum.

„Fyrir Leikni hefur Kristó spilað 81 leik og skorað í þeim 32 mörk. Sitt besta tímabil átti hann nokkuð örugglega 2016 þegar hann skoraði 10 mörk fyrir okkur í þáverandi Inkasso-deild og 4 af þeim í leiknum dramtíska á móti HK þegar sætinu var bjargað á ögurstundu."

„Við bjóðum Kristó hjartanlega velkominn í Leikni aftur og hlökkum til að sjá gamla takta frá honum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner