Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   þri 30. júní 2020 21:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spánn: 700. mark Messi dugði ekki til - Undir Real komið að klúðra titlinum
Þrír leikir fóru fram í spænsku La Liga í kvöld.

Mallorca valtaði yfir Celta, 5-1, í fyrsta leik dagsins og Sevilla vann sannfærandi 0-3 útisigur á Leganes í öðrum leiknum.

Stórleikur dagsins fór fram á Nývangi þegar Atletico kom í heimsókn á heimavöll Barcelona. Diego Costa skoraði sjálfsmark á 11. mínútu eftir undirbúning Lionel Messi.

Skömmu síðar fékk Atletico víti sem Marc-Ander Ter Stegen varði en fór of snemma af línunni og fékk gult spjald. Vítaspyrnan var endurtekin og Saul skoraði af punktinum. Costa hafði tekið fyrri vítaspyrnuna en Saul tók þá seinni.

Lionel Messi skoraði með Panenka-vítaspyrnu á 50. mínútu og kom Barca í 2-1. Markið hans 700. á ferlinum, ótrúlegur leikmaður! Á 60. mínútu jafnaði Saul aftur úr vítaspyrnu og þar við sat.

Barca er nú stigi á eftir Real sem á leik til góða. Real á sex leiki eftir og Barcelona fimm leiki og auk þess hefur Real yfirhöndina í innbyrðisviðureignum liðanna og hafa Madridingar leikið vel eftir Covid-hlé.

Barcelona 2 - 2 Atletico Madrid
1-0 Diego Costa ('11 , sjálfsmark)
1-1 Saul ('19 , víti)
2-1 Lionel Andres Messi ('50 , víti)
2-2 Saul ('62 , víti)

Leganes 0 - 3 Sevilla
0-1 Oliver Torres ('23 )
0-2 Oliver Torres ('35 )
0-3 Munir El Haddadi ('82 )

Mallorca 5 - 1 Celta
1-0 Ante Budimir ('13 , víti)
2-0 Cucho Hernandez ('27 )
3-0 Alejandro Pozo ('40 )
3-1 Iago Aspas ('50 , víti)
4-1 Ante Budimir ('52 )
5-1 Salva Sevilla ('60 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Espanyol 4 3 1 0 8 5 +3 10
4 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 4 0 1 3 4 9 -5 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner