Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 30. júní 2022 09:12
Elvar Geir Magnússon
Jörundur Áki tekur yfir stóran huta af verkefnum Arnars
Jörundur Áki Sveinsson tekur tímabundið við.
Jörundur Áki Sveinsson tekur tímabundið við.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur samið við Jörund Áka Sveinsson um að hann taki tímabundið við yfirumsjón þeirra verkefna yfirmanns fótboltamála sem snúa að yngri landsliðum karla og kvenna, auk ýmissa annarra verkefna.

Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður fóboltamála hjá KSÍ, er jafnframt þjálfari A-landsliðs karla en hann er búsettur í Belgíu.

Vísir fjallaði um það á dögunum að Arnar væri að sinna þessum tveimur krefjandi störfum fyrir KSÍ.

Sjá einnig:
Laus staða yfirmanns fótboltamála auglýst í haust

Jörundur Áki, sem er með UEFA Pro þjálfaragráðu og er þjálfari U16 og U17 landsliða karla, hefur þjálfað U21, U17 og U16 landslið karla og öll landslið kvenna og á að baki um eitt hundrað leiki sem aðalþjálfari landsliða, auk fjölmargra leikja sem aðstoðarþjálfari. Að auki hefur hann stýrt meistaraflokksliðum karla og kvenna í samtals um þrjú hundrað KSÍ-leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner