Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 30. ágúst 2024 19:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
McTominay mættur til Napoli (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Scott McTominay er genginn til liðs við Napoli frá Manchester United.


Ítalska félagið borgar 21 milljón punda fyrir skoska landsliðsmanninn en kaupverðið getur hækkað upp í rúmar 24 milljónir punda.

Erik ten Hag sagði frá því á blaðamannafundi að það væri sárt að missa hann en sölur á uppöldum leikmönnum telja sem hreinn gróði í bókhaldinu sem mun hjálpa Uniited að standast fjárhagsreglur úrvalsdeildarinnar.

McTominay er 27 ára gamall miðjumaður en hann hefur leikið með aðalliði Man Utd frá 2017. Hann lék 255 leiki og skoraði 29 mörk. Hann vann enska bikarinn með liðinu á síðustu leiktíð og deildabikarinn tímabilið 2022/23. 


Athugasemdir
banner
banner