Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 30. október 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Heimta að De Rossi verði ráðinn aftur sex vikum eftir að hann var rekinn
Ivan Juric liggur undir gagnrýni.
Ivan Juric liggur undir gagnrýni.
Mynd: EPA
Daniele De Rossi.
Daniele De Rossi.
Mynd: EPA
Ivan Juric segir að umræðan um sína framtíð sem stjóri Roma hafi ekki truflandi áhrif á sig. Roma býr sig undir að mæta Torino eftir að hafa fengið 5-1 skell gegn Fiorentina um helgina.

„Ég er ekki að hugsa um um að ég verði rekinn, ég vinn mitt starf og það sem gerist það gerist. Þú útilokar ekki Roma. Við þurfum að ná inn eins mörgum úrslitum og mögulegt er," segir Juric.

Margir stuðningsmenn Roma urðu bálreiðir þegar Daniele De Rossi var rekinn í september. Króatinn Juric var ráðinn og byrjaði vel en svo fór fljótt að halla undan fæti. Roma er í tólfta sæti ítölsku A-deildarinnar.

Ítalskir fjölmiðlar segja að það séu ekki bara stuðningsmenn sem vilji fá De Rossi aftur heldur hafi leikmannahópurinn verið ósáttur við þá ákvörðun að láta hann fara. Kallað er eftir því að De Rossi verði ráðinn aftur, aðeins sex vikum eftir að hann var rekinn.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 8 1 1 18 5 +13 25
2 Inter 9 5 3 1 21 13 +8 18
3 Juventus 9 4 5 0 15 5 +10 17
4 Fiorentina 9 4 4 1 20 9 +11 16
5 Atalanta 9 5 1 3 24 14 +10 16
6 Lazio 9 5 1 3 17 12 +5 16
7 Udinese 9 5 1 3 12 11 +1 16
8 Milan 9 4 2 3 16 11 +5 14
9 Torino 9 4 2 3 15 14 +1 14
10 Bologna 9 2 6 1 11 11 0 12
11 Empoli 9 2 5 2 7 6 +1 11
12 Roma 9 2 4 3 9 11 -2 10
13 Como 9 2 3 4 11 16 -5 9
14 Verona 10 3 0 7 13 22 -9 9
15 Cagliari 10 2 3 5 8 17 -9 9
16 Monza 9 1 5 3 10 11 -1 8
17 Parma 9 1 5 3 12 14 -2 8
18 Lecce 10 2 2 6 4 19 -15 8
19 Genoa 9 1 3 5 7 20 -13 6
20 Venezia 9 1 2 6 7 16 -9 5
Athugasemdir
banner
banner