Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 30. október 2024 09:57
Elvar Geir Magnússon
Kvennalandsliðið mætir Danmörku á Spáni í byrjun desember
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið mætir Danmörku þann 2. desember í vináttulandsleik sem fram fer á Spáni. Frá þessu er greint á heimasíðu KSÍ.

Leikurinn verður leikinn á Pinatar Arena og hefst hann kl. 17:00. Bein útsending verður frá leiknum á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.

Þetta verður í 16 sinn sem þjóðirnar mætast. Ísland hefur unnið þrjá leiki, þrír hafa endað með jafntefli og Danmörk hefur unnið níu. Ísland vann síðustu viðureign þjóðanna, en það var 1-0 sigur í Þjóðadeildinni og fór sá leikur fram í Viborg í Danmörku.

Kvennalandsliðið er nýkomið frá Bandaríkjunum þar sem liðið lék tvo vináttulandsleiki gegn heimakonum. Báðir töpuðust þeir 3-1. Stelpurnar okkar eru að búa sig undir lokakeppni EM sem fram fer í Sviss næsta sumar.
Athugasemdir
banner