Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   mán 28. október 2024 00:18
Elvar Geir Magnússon
Steini: Heilt yfir spiluðum við vel í báðum leikjunum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari ræddi við miðla KSÍ eftir 3-1 tap gegn Bandaríkjunum í seinni vináttulandsleik þjóðanna. Fyrri leikurinn tapaðist einnig 3-1.

Í leiknum í kvöld komst Ísland yfir með marki Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur beint úr horni en Bandaríkin reyndust sterkari í lokin.

Mér fannst fyrri hálfleikur virkilega flottur hjá okkur. Við leystum pressuna þeirra vel, náðum að halda í boltann og koma okkur í ágætis stöður. Mér fannst við spila flottan fyrri hálfleik og framan af seinni hálfleik vorum við bara að spila vel,

„Þegar fyrsta markið þeirra kemur þá fannst mér við vera með þetta í jafnvægi. Það mark kemur upp úr engu. Það eru ákveðin vonbrigði. Það er alltaf vont að tapa en við getum tekið margt jákvætt úr þessu verkefni. Ef við drögum lærdóm af þessu og vinnum í hlutum til að verða betri þá erum við á góðri leið," segir Þorsteinn sem er ánægður með þessa tvo leiki.

„Já algjörlega. Það eru góðir kaflar í báðum leikjunum, góð frammistaða hjá mörgum. Heilt yfir er ég bara sáttur við margt sem við erum að gera. Við erum að bæta okkur í ákveðnum þáttum og gerðum það vel. Við þurfum bara að halda áfram að vinna í þessum hlutum og verða enn betri."

Bandaríkin eru efst á heimslistanum en íslenska liðið var nálægt því að fá eitthvað úr báðum leikjum.

„Við gerðum okkur alveg grein fyrir því þegar við mættum að þetta yrðu tveir erfiðir leikir og þeir voru það. En heilt yfir fannst mér við spila báða leikina bara vel," segir Þorsteinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner