Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fös 31. janúar 2020 21:48
Magnús Már Einarsson
Ísak Snær til Fleetwood á láni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fleetwood Town í ensku C-deildinni hefur fengið miðjumanninn Ísak Snæ Þorvaldsson á láni frá Norwich út tímabilið.

Fleetwood er í 11. sæti í ensku C-deildinni en knattspyrnustjóri félagsins er Joey Barton.

Hinn 18 ára gamli Ísak Snær hefur vakið mikla athygli með U23 ára liði Norwich og Fleetwood óskaði eftir að fá hann á láni í kjölfarið.

Ísak hefur samtals spilað 23 leiki með U16, U17, U18 og U19 ára landsliði Íslands. Hann hefur skorað eitt mark í níu leikjum með U19 landsliði Íslands þar sem hann hefur verið fyrirliði.

Ísak lék í yngri flokkum Aftureldingar áður en hann gekk til liðs við Norwich sumarið 2017.

Athugasemdir
banner
banner
banner