Fleetwood Town í ensku C-deildinni hefur fengið miðjumanninn Ísak Snæ Þorvaldsson á láni frá Norwich út tímabilið.
Fleetwood er í 11. sæti í ensku C-deildinni en knattspyrnustjóri félagsins er Joey Barton.
Fleetwood er í 11. sæti í ensku C-deildinni en knattspyrnustjóri félagsins er Joey Barton.
Hinn 18 ára gamli Ísak Snær hefur vakið mikla athygli með U23 ára liði Norwich og Fleetwood óskaði eftir að fá hann á láni í kjölfarið.
Ísak hefur samtals spilað 23 leiki með U16, U17, U18 og U19 ára landsliði Íslands. Hann hefur skorað eitt mark í níu leikjum með U19 landsliði Íslands þar sem hann hefur verið fyrirliði.
Ísak lék í yngri flokkum Aftureldingar áður en hann gekk til liðs við Norwich sumarið 2017.
Iceland U19 captain Isak Thorvaldsson has joined the Cod Army on loan until the end of the season from @NorwichCityFC. 🤝
— Fleetwood Town FC (@ftfc) January 31, 2020
👉 https://t.co/i3L6rntwTI#OnwardTogether | #DeadlineDay pic.twitter.com/ojVkjB4Xet
Athugasemdir