PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   þri 31. janúar 2023 13:37
Elvar Geir Magnússon
Man Utd reynir að fá Sabitzer - Líka orðaður við Chelsea
Mynd: EPA
Manchester United hefur sett sig í samband við Bayern München þar sem félagið vill fá Marcel Sabitzer.

Íþróttafréttamaðurinn Uli Kolher segir að Hasan Salihamidzic, íþróttastjóri Bayern, hafi rætt við bæði United og Chelsea um þennan 28 ára austurríska miðjumann.

Sagt er að Chelsea sé með aðra leikmenn í forgangi þó það hafi einnig áhuga á Sabitzer, þar á meðal er Enzo Fernandez.

United vill fá Sabitzer í ljósi meiðsla Christian Eriksen sem verður lengi frá.

Bayern ku vera tilbúið að ræða það að lána Sabitzer eða selja hann alfarið.

Sabitzer hefur verið varamaður hjá Bayern en þýski landsliðsmaðurinn Joshua Kimmich heldur honum á bekknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner