
Tveir leikir eru á dagskrá í Meistaradeild kvenna í kvöld en Wolfsburg mætir Chelsea á meðan Manchester City spilar við Barcelona.
Leikur Lyon og Paris Saint-Germain átti upphaflega að fara fram líka en honum hefur verið frestað vegna smits innan herbúða Lyon.
Wolfsburg og Chelsea eigast við í hörkuleik en Chelsea vann fyrri leikinn 2-1. Manchester City fær þá Barcelona í heimsókn en Börsungar unnu 3-0 í fyrri leiknum og eru þær komnar með annan fótinn í undanúrslitin.
Leikir dagsins:
12:00 Wolfsburg - Chelsea
15:00 Manchester City W - Barcelona
Athugasemdir