Napoli er í stjóraleit eftir að Luciano Spalletti, stjóri liðsins, tjáði eiganda félagsins að hann vildi taka sér eitt ár í frí. Spalletti stýrði Napoli að fyrsta meistaratitli félagsins í 33 ár en vill taka sér árs hvíld.
Fyrsti kostur Napoli virtist vera Luis Enrique sem er án starfs sem stendur. Aurelio De Laurentiis, eigandi Napoli, sagði í viðtali fyrr í vikunni að Enrique vildi frekar fara til Englands.
Fyrsti kostur Napoli virtist vera Luis Enrique sem er án starfs sem stendur. Aurelio De Laurentiis, eigandi Napoli, sagði í viðtali fyrr í vikunni að Enrique vildi frekar fara til Englands.
Næsta skotmark virðist vera Sergio Conceicao sem er við stjórnvölinn hjá Porto í Portúgal. Samkvæmt ítölskum miðlum hefur Napoli sett sig í samband við Porto varðandi Conceicao.
Portúgalski stjórinn á eitt ár eftir af samningi sínum við Porto en Napoli getur leyst hann undan samningi með því að greiða Porto 18 milljónir evra. Napoli er sagt tilbúið að borga 4-6 milljónir evra fyrir hinn 48 ára gamla Conceicao.
Næsti kostur á eftir Conceicao er svo sagður vera Vincenzo Italiano hjá Fiorentina.
Athugasemdir