Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 31. júlí 2024 14:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Risarnir jafnir fyrir næstu orrustu - „Þetta er svona max 51/49"
Úr fyrsta leik Breiðabliks og Vals í sumar.
Úr fyrsta leik Breiðabliks og Vals í sumar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Breiðablik vann fyrsta leikinn 2-1.
Breiðablik vann fyrsta leikinn 2-1.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ná Valskonur fram hefndum.
Ná Valskonur fram hefndum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Einn stærsti leikur íslenska fótboltasumarsins til þessa fer fram í kvöld þegar Valur tekur á móti Breiðabliki á Hlíðarenda. Þetta eru tvö efstu liðin í Bestu deild kvenna en þau eru jöfn að stigum fyrir leikinn, bæði með 39 stig.

Breiðablik vann Val 2-1 í fyrri leiknum en sá leikur fór fram í gulri viðvörun á Kópavogsvelli. En núna að komið að öðru einvígi þessara tveggja liða sem hafa verið bestu lið landsins í langan tíma. Tveir risar í kvennaboltanum að mætast.

Við fengum fótboltaþjálfaþjálfarann Jón Stefán Jónsson til að rýna aðeins í leik kvöldsins. Hvernig leik er hann að sjá fyrir sér?

„Þetta verður að mínu mati mikil skák og ekki mikið skorað í þessum risa leik. Blikar hafa haldið hreinu í fimm leikjum í röð og Valur fékk nýlega gríðarlegan liðsstyrk í vörnina í formi einnar Natöshu Anasi en auðvitað er mikil blóðtaka í að missa Önnu á móti. Bæði lið koma úr svakalegri sigurgöngu, Blikar unnið fimm í röð og Valur átta í röð en tilfinningin er samt að undanfarið hafi liðin þurft að hafa meira fyrir sigrunum en í byrjun móts," segir Jón Stefán.

„Að þessu öllu sögðu finnst mér það sem skipta mestu máli að fá ekki á sig fyrsta markið, fyrsta markið er auðvitað alltaf mikilvægt en ég held að það verði ekki mikið skorað í leiknum eins og áður sagði og því verður fyrsta markið sérstaklega mikilvægt."

Hann telur Valskonur örlítið sigurstranglegri þar sem þær eru á heimavelli.

„Ef þessi leikur væri á hlutlausum velli þá væri þetta 50/50 en ætli heimavöllurinn ætti ekki að hjálpa Val og þær því örlítið sigurstranglegri? Þeim hefur hins vegar, ef minnið svíkur mig ekki, ekkert gengið neitt frábærlega alltaf með Blikana á Hlíðarenda svo þetta er svona max 51/49."

Hafsentapörin verði lykilatriði
Liðin eru bæði stútfull af frábærum leikmönnum sem geta ráðið úrslitum.

„Þetta eru hnífjöfn lið og gæði einstaklinga munu skipta gífurlegu máli, það er að segja að einhverjir framliggjandi leikmenn geti galdrað fram eitthvað úr litlu. Fremstu leikmenn liðanna munu því klárlega geta haft úrslitaáhrif á leikinn."

„Hins vegar ætla ég að segja að varnarmennirnir séu lykilatriði í þessum leik, því þar liggja styrkleikar þessara liða. Blikarnir sérstaklega eru mjög öflugar varnarlega og gífurlega vel skipulagðar hjá Nik og Eddu. Það mæðir því að mínu mati á mest á varnarlínum liðanna hvernig þetta þróast. Eigum við ekki að segja að hafsentapörin hjá liðinum verði lykilatriði í þróun leiksins. Augnabliks kæruleysi eða einbeitingarleysi gæti kostað leikinn," segir Jón Stefán.

Rúmlega sex stiga leikur
Þessi lið eiga eftir að mætast svo í bikarúrslitunum og einu sinni í viðbót í deildinni eftir leikinn í kvöld, en þessi leikur á eftir kemur til með að hafa mikil áhrif í titilbaráttunni.

„Þar sem þessi lið eru svo hnífjöfn og lang efst í deildinni þá einfaldlega eru þessi þrjú skipti sem liðin mætast í deildarkeppni og úrslitakeppni algjört lykilatriði í því hvort liðið endar ofar. Þessi leikur er því svo sannarlega rétt rúmlega sex stiga leikur," segir Jón Stefán en hvernig spáir hann?

„Ég ætla að tippa á lokaðan leik sem verður mikil skák þjálfarana. Sé fyrir mér að þetta endi í jafntefli 1-1."
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 16 1 1 48 - 16 +32 49
2.    Breiðablik 18 16 0 2 46 - 9 +37 48
3.    Þór/KA 18 9 3 6 40 - 28 +12 30
4.    Víkingur R. 18 8 5 5 28 - 29 -1 29
5.    FH 18 8 1 9 30 - 36 -6 25
6.    Þróttur R. 18 7 2 9 23 - 27 -4 23
7.    Stjarnan 18 6 3 9 22 - 34 -12 21
8.    Tindastóll 18 3 4 11 20 - 41 -21 13
9.    Fylkir 18 2 4 12 17 - 34 -17 10
10.    Keflavík 18 3 1 14 16 - 36 -20 10
Athugasemdir
banner
banner
banner