Magnús Haukur Harðarson, þjálfari Fjölnis, var með þrjá rétta þegar hann spáði í síðustu umferð Bestu deildar kvenna.
Í kvöld hefst 15. umferð deildarinnar og á morgun er stærsti leikur tímabilsins þegar Valur og Breiðablik eigast við. Landsliðskonan Bryndís Arna Níelsdóttir fékk það verkefni að spá í leikina sem eru framundan.
Í kvöld hefst 15. umferð deildarinnar og á morgun er stærsti leikur tímabilsins þegar Valur og Breiðablik eigast við. Landsliðskonan Bryndís Arna Níelsdóttir fékk það verkefni að spá í leikina sem eru framundan.
Tindastóll 0 - 3 Þór/KA (18:00 í kvöld)
Norðanslagurinn, þægilegur sigur hjá Þór/KA þar sem Stólarnir hafa verið í vandræðum með varnarleikinn sinn í síðustu leikjum. Sandra María og Hulda Ósk nýta sér það í þessum leik og taka 3 stig heim til AK city.
Þróttur R. 2 - 1 Keflavík (18:00 í kvöld)
Þróttarar eru hungraðar í fleiri stig og skora 2 mörk snemma. Keflavík nær að pota inn einu marki í seinni en það verður ekki nóg. Mín kona Sigríður Theodóra verður MOTM.
Fylkir 2 - 1 Stjarnan (19:15 í kvöld)
Það er alltaf stemning í Árbænum og ég býst við fjörugum leik. Hulda Hrund skorar fyrst fyrir Stjörnuna á sínum gamla heimavelli en svo kemur ein sleggja fra Evu Rut í lok hálfleiksins. Marija klárar svo þennan leik með frábæru sigurmarki fyrir Fylki og stúkan tryllist.
Víkingur R. 2 - 2 FH (18:00 á morgun)
FH eru búnar að missa stór nöfn í glugganum þannig það verður spennandi að sjá hvernig þær spila í þessum leik. Ég held samt að hann verði fjörugur og með mikið af færum og dramatík. Hvorugt liðið nær að skora sigurmark og skipta stigunum a milli sín.
Valur 3 - 2 Breiðablik (18:00 á morgun)
Stórleikur!!!
Ég vonast eftir spennandi toppslag með mikið af mörkum og smá dramatík. Hann byrjar rólega en opnast svo undir lok fyrri hálfleiks með late marki frá öðru hvoru liði. Fanndís hefur verið að koma með góða bolta fyrir og verður með 3 stoðsendingar í leiknum. Blikar hafa verið öflugar varnarlega og bara fengið á sig 4 mörk í sumar en það verður einhver misskilningur og þurfa að sætta sig við að taka boltan þrisvar úr sínu eigin neti.
Fyrri spámenn:
Kristín Dís Árnadóttir (5 réttir)
Guðrún Arnardóttir (5 réttir)
Hafrún Rakel Halldórsdóttir (4 réttir)
Alda Ólafsdóttir (4 réttir)
Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (4 réttir)
Magnús Haukur Harðarson (3 réttir)
Katla Tryggvadóttir (3 réttir)
Jón Stefán Jónsson (3 réttir)
Guðmunda Brynja Óladóttir (3 réttir)
Hildur Antonsdóttir (3 réttir)
Diljá Ýr Zomers (3 réttir)
Helena Ólafsdóttir (3 réttir)
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (3 réttir)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (2 réttir)
Athugasemdir