Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 31. ágúst 2022 16:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar um Óskar Hrafn: Þá mun mitt nafn líka vera nefnt í sömu andrá
Óskar Hrafn hefur gert eftirtektarverða hluti síðustu ár
Óskar Hrafn hefur gert eftirtektarverða hluti síðustu ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugs gerði Víking að tvöföldum meisturum síðasta haust
Arnar Gunnlaugs gerði Víking að tvöföldum meisturum síðasta haust
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarinn Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur tvisvar á þessu ári verið orðaður við erlend félög. Hann var á lista fjölmiðils í Danmörku þegar AGF var að ráða þjálfara í vor og þá var hann talsvert mikið orðaður við starfið hjá sænska félaginu IFK Norrköping.

Breiðablik hefur náð eftirtektarverðum árangri undanfarin ár og eru margir heillaðir af því hvernig Óskar hefur látið lið sitt spila.

Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkings og var hann spurður hvort honum finnist skrítið að nafn Óskars hefði verið á listum erlendra fjölmiðla en ekki nafnið sitt.

„Nei, alls ekki. Blikarnir eru vörumerki (brand) í Evrópu. Ég ætla vona að ég sé ekki að særa neinn í Víkinni en Blikarnir hafa alltaf verið við toppinn. Það er ekkert nýtt að gerast núna að Blikar séu í undanúrslitum bikarsins og að berjast um titilinn. Það er ekkert nýtt varðandi það að berjast á efstu vígstöðvum þó að mér finnst Óskar hafa tekið klúbbinn upp á næsta level."

„En þetta er nýtt hérna í Víkinni og við þurfum að byggja upp okkar vörumerki jafn vel og Blikarnir hafa gert. Það þýðir það að þú þarft að gera þetta á hverju einasta ári. Sagan þarf að vera þannig og þá færðu meira umtal og meira umtal sem þjálfari."

„Ég samgleðst honum (Óskari) mikið ef svo er í gangi. Ég veit að ef ég held áfram á sömu braut þá mun mitt nafn líka vera nefnt í sömu andrá,"
sagði Arnar.

Breiðablik og Víkingur mætast í kvöld í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19:45.

Sjá einnig:
Klásúla varðandi erlend félög - „Endar alltaf þar sem þú átt skilið í fótbolta"
Þjálfarar sem breyta leiknum til hins betra fyrir íslenskan fótbolta
Ein fyrstu skilaboðin sem bárust voru frá Óskari
Arnar í skýjunum: Engin óvissa lengur
Athugasemdir
banner
banner
banner