FC Struga saknaði sóknarmannsins Marjan Radeski í fyrri leiknum gegn Breiðabliki og nú er ljóst að hann verður heldur ekki með í seinni leiknum á Kópavogsvelli í dag.
Seinni leikur Breiðabliks og Struga fá Norður-Makedóníu í umspili fyrir riðlakeppni Sambandsdeildarinnar verður 16:45 í dag. Blikar leiða 1-0 eftir fyrri leikinn.
Seinni leikur Breiðabliks og Struga fá Norður-Makedóníu í umspili fyrir riðlakeppni Sambandsdeildarinnar verður 16:45 í dag. Blikar leiða 1-0 eftir fyrri leikinn.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 0 FC Struga
Radeski tók út leikbann í fyrri leiknum og aganefnd UEFA bætti svo við aukaleik vegna slæmrar hegðunar hans. Hann verður því líka í banni á Kópavogsvelli.
„Það er vont að vera án hans, hann hefur verið að spila virkilega vel og er einn okkar mikilvægasti leikmaður sóknarlega," sagði Shpëtim Duro, þjálfari Struga, við fjölmiðla á Kópavogsvelli í gær. Duro var sjálfur í banni í fyrri leiknum og sat í stúkunni en hann verður á hliðarlínunni í dag.
Radeski er landsliðsmaður Norður-Makedóníu og var í leikmannahópnum á EM alls staðar. Hann hefur skorað þrjú Evrópumörk fyrir Struga í sumar.
Varnarmaðurinn Vangjel Zguro fékk rautt spjald í fyrri leiknum gegn Breiðabliki og verður einnig í banni í leiknum í dag. Þrátt fyrir að vera án þessara leikmanna segist Duro finna mikla trú innan síns hóps og menn ætli sér að snúa dæminu við í Kópavogi í dag og komast í riðlakeppnina.
Athugasemdir