Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 31. ágúst 2024 21:41
Brynjar Ingi Erluson
Arteta furðar sig á dómgæslunni: Alveg ótrúlegt
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: EPA
„Ég var forviða. Algerlega forviða yfir því hvað ákvarðanir geta verið í miklu ósamræmi. Í fyrri hálfleik voru tvö atvik og ekkert var gert í þeim. Síðan gerist það á svæði sem verður ekki talið sem hættusvæði þar sem boltinn fer í Declan, hann snýr sér við og sér ekki leikmanninn koma og snertir boltann,“ sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, um rauða spjaldið sem Declan Rice fékk í 1-1 jafnteflinu gegn Brighton í dag, en hann er ósáttur með ósamræmið í dómgæslunni.

Í byrjun síðari hálfleiks fékk Rice að líta sitt annað gula spjald fyrir heimskulegt atvik.

Brighton átti aukaspyrnu sem Joel Veltman tók. Rice potaði boltanum frá áður en Veltman kom á ferðinni og þrumaði í fótlegginn á Rice. Englendingurinn var rekinn af velli fyrir leiktöf, en Veltman slapp.

„Samkvæmt reglubókinni þá getur dómarinn dæmt á þetta, en þá þarf hann líka að dæma á það sem gerðist á eftir, sem er líka rautt spjald og því ættum við að spila 10 á móti 10. Þetta er það sem mér fannst furðulegt. Þetta er alveg ótrúlegt á þessu getustigi.“

Rice var sjálfur hissa á því að hafa fengið rauða spjaldið. Arteta benti á atvik í fyrri hálfleiknum þar sem Joao Pedro, leikmaður Brighton, þrumaði boltanum upp í stúku, en fékk ekkert spjald fyrir.

„Já. Viðbrögð hans voru auðvitað þau að hann snéri baki boltann og að þeir hafi ekki verið á miðjum velli eða að reyna komast í skyndisókn eða eitthvað í þá áttina. Ég verð samt að endurtaka mig að ef þú vilt dæma á þetta þá gerir þú það, en þá verður þú líka að dæma á það sem gerðist í fyrri hálfleik og spila tíu á móti tíu. Svo einfalt er það.“
Athugasemdir
banner
banner