Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   fim 31. október 2019 14:19
Magnús Már Einarsson
Halldór Orri: Aðallega að hugsa um spiltímann
Halldór Orri er mættur í Stjörnuna á nýjan leik.  Hér skorar hann glæsilegt mark í leik gegn Val árið 2015.
Halldór Orri er mættur í Stjörnuna á nýjan leik. Hér skorar hann glæsilegt mark í leik gegn Val árið 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Orri fagnar marki í leik með FH.
Halldór Orri fagnar marki í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er frábært. Það er mikil gleði og tilhlökkun framundan. Ég er uppalinn í klúbbnum og það er mjög skemmtilegt að vera kominn aftur heim," sagði Halldór Orri Björnsson við Fótbolta.net í dag.

Hinn 32 ára gamli Halldór Orri gekk í gær til liðs við uppeldisfélag sitt Stjörnuna á nýjan leik eftir þrjú ár í herbúðum FH.

Halldór Orri skoraði þrjú mörk í átján leikjum í Pepsi Max-deildinni síðastliðið sumar en hann var einungis sjö sinnum í byrjunarliði og ákvað því að róa á önnur mið.

„Ég var aðallega að hugsa um spiltímann. Ég var ekki að spila eins mikið og ég fannst ég eiga skilið. Ég taldi mig eiga meiri möguleika á að vinna mér inn byrjunarliðssæti á öðrum vígstöðum. Það var aðalástæðan."

Halldór Orri tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að fara frá FH og í kjölfarið sýndu nokkur lið honum áhuga.

„Það voru einhver önnur lið sem höfðu samband en um leið og Stjarnan hafði samband þá lagði ég allt annað til hliðar. Það er léttir að vera kominn heim," sagði Halldór Orri.

Stjarnan endaði í 4. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar og verður ekki í Evrópukeppni í sumar líkt og undanfarin ár.

„Það tók sinn toll að ná ekki þessu Evrópusæti. Núna er markmiðið að ná flugi aftur í Garðabænum og ná allavega að tryggja Evrópusæti. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir þessi félög og það er lágmarkskrafa í Garðabænum," sagði Halldór Orri en hann er bjartsýnn á næsta sumar.

„Það er frábær hópur þarna. Við vorum með menn eins og Gaua (Guðjón Baldvinsson) í meiðslum allt síðasta tímabil. Gaui er hörkuleikmaður og það munar um það. Ég er gríðarlega bjartsýnn fyrir komandi tímabilum í Garðabænum," sagði Halldór Orri.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Halldór Orri meðal annars tímann hjá FH, hvernig það hefur verið að mæta Stjörnunni undanfarin ár og framhaldið í Garðabænum.
Athugasemdir