Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 31. október 2019 14:19
Magnús Már Einarsson
Halldór Orri: Aðallega að hugsa um spiltímann
Halldór Orri er mættur í Stjörnuna á nýjan leik.  Hér skorar hann glæsilegt mark í leik gegn Val árið 2015.
Halldór Orri er mættur í Stjörnuna á nýjan leik. Hér skorar hann glæsilegt mark í leik gegn Val árið 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Orri fagnar marki í leik með FH.
Halldór Orri fagnar marki í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er frábært. Það er mikil gleði og tilhlökkun framundan. Ég er uppalinn í klúbbnum og það er mjög skemmtilegt að vera kominn aftur heim," sagði Halldór Orri Björnsson við Fótbolta.net í dag.

Hinn 32 ára gamli Halldór Orri gekk í gær til liðs við uppeldisfélag sitt Stjörnuna á nýjan leik eftir þrjú ár í herbúðum FH.

Halldór Orri skoraði þrjú mörk í átján leikjum í Pepsi Max-deildinni síðastliðið sumar en hann var einungis sjö sinnum í byrjunarliði og ákvað því að róa á önnur mið.

„Ég var aðallega að hugsa um spiltímann. Ég var ekki að spila eins mikið og ég fannst ég eiga skilið. Ég taldi mig eiga meiri möguleika á að vinna mér inn byrjunarliðssæti á öðrum vígstöðum. Það var aðalástæðan."

Halldór Orri tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að fara frá FH og í kjölfarið sýndu nokkur lið honum áhuga.

„Það voru einhver önnur lið sem höfðu samband en um leið og Stjarnan hafði samband þá lagði ég allt annað til hliðar. Það er léttir að vera kominn heim," sagði Halldór Orri.

Stjarnan endaði í 4. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar og verður ekki í Evrópukeppni í sumar líkt og undanfarin ár.

„Það tók sinn toll að ná ekki þessu Evrópusæti. Núna er markmiðið að ná flugi aftur í Garðabænum og ná allavega að tryggja Evrópusæti. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir þessi félög og það er lágmarkskrafa í Garðabænum," sagði Halldór Orri en hann er bjartsýnn á næsta sumar.

„Það er frábær hópur þarna. Við vorum með menn eins og Gaua (Guðjón Baldvinsson) í meiðslum allt síðasta tímabil. Gaui er hörkuleikmaður og það munar um það. Ég er gríðarlega bjartsýnn fyrir komandi tímabilum í Garðabænum," sagði Halldór Orri.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Halldór Orri meðal annars tímann hjá FH, hvernig það hefur verið að mæta Stjörnunni undanfarin ár og framhaldið í Garðabænum.
Athugasemdir
banner
banner