Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
banner
   fim 31. október 2019 14:19
Magnús Már Einarsson
Halldór Orri: Aðallega að hugsa um spiltímann
Halldór Orri er mættur í Stjörnuna á nýjan leik.  Hér skorar hann glæsilegt mark í leik gegn Val árið 2015.
Halldór Orri er mættur í Stjörnuna á nýjan leik. Hér skorar hann glæsilegt mark í leik gegn Val árið 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Orri fagnar marki í leik með FH.
Halldór Orri fagnar marki í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er frábært. Það er mikil gleði og tilhlökkun framundan. Ég er uppalinn í klúbbnum og það er mjög skemmtilegt að vera kominn aftur heim," sagði Halldór Orri Björnsson við Fótbolta.net í dag.

Hinn 32 ára gamli Halldór Orri gekk í gær til liðs við uppeldisfélag sitt Stjörnuna á nýjan leik eftir þrjú ár í herbúðum FH.

Halldór Orri skoraði þrjú mörk í átján leikjum í Pepsi Max-deildinni síðastliðið sumar en hann var einungis sjö sinnum í byrjunarliði og ákvað því að róa á önnur mið.

„Ég var aðallega að hugsa um spiltímann. Ég var ekki að spila eins mikið og ég fannst ég eiga skilið. Ég taldi mig eiga meiri möguleika á að vinna mér inn byrjunarliðssæti á öðrum vígstöðum. Það var aðalástæðan."

Halldór Orri tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að fara frá FH og í kjölfarið sýndu nokkur lið honum áhuga.

„Það voru einhver önnur lið sem höfðu samband en um leið og Stjarnan hafði samband þá lagði ég allt annað til hliðar. Það er léttir að vera kominn heim," sagði Halldór Orri.

Stjarnan endaði í 4. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar og verður ekki í Evrópukeppni í sumar líkt og undanfarin ár.

„Það tók sinn toll að ná ekki þessu Evrópusæti. Núna er markmiðið að ná flugi aftur í Garðabænum og ná allavega að tryggja Evrópusæti. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir þessi félög og það er lágmarkskrafa í Garðabænum," sagði Halldór Orri en hann er bjartsýnn á næsta sumar.

„Það er frábær hópur þarna. Við vorum með menn eins og Gaua (Guðjón Baldvinsson) í meiðslum allt síðasta tímabil. Gaui er hörkuleikmaður og það munar um það. Ég er gríðarlega bjartsýnn fyrir komandi tímabilum í Garðabænum," sagði Halldór Orri.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Halldór Orri meðal annars tímann hjá FH, hvernig það hefur verið að mæta Stjörnunni undanfarin ár og framhaldið í Garðabænum.
Athugasemdir
banner