Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   fim 31. október 2019 14:19
Magnús Már Einarsson
Halldór Orri: Aðallega að hugsa um spiltímann
Halldór Orri er mættur í Stjörnuna á nýjan leik.  Hér skorar hann glæsilegt mark í leik gegn Val árið 2015.
Halldór Orri er mættur í Stjörnuna á nýjan leik. Hér skorar hann glæsilegt mark í leik gegn Val árið 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Orri fagnar marki í leik með FH.
Halldór Orri fagnar marki í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er frábært. Það er mikil gleði og tilhlökkun framundan. Ég er uppalinn í klúbbnum og það er mjög skemmtilegt að vera kominn aftur heim," sagði Halldór Orri Björnsson við Fótbolta.net í dag.

Hinn 32 ára gamli Halldór Orri gekk í gær til liðs við uppeldisfélag sitt Stjörnuna á nýjan leik eftir þrjú ár í herbúðum FH.

Halldór Orri skoraði þrjú mörk í átján leikjum í Pepsi Max-deildinni síðastliðið sumar en hann var einungis sjö sinnum í byrjunarliði og ákvað því að róa á önnur mið.

„Ég var aðallega að hugsa um spiltímann. Ég var ekki að spila eins mikið og ég fannst ég eiga skilið. Ég taldi mig eiga meiri möguleika á að vinna mér inn byrjunarliðssæti á öðrum vígstöðum. Það var aðalástæðan."

Halldór Orri tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að fara frá FH og í kjölfarið sýndu nokkur lið honum áhuga.

„Það voru einhver önnur lið sem höfðu samband en um leið og Stjarnan hafði samband þá lagði ég allt annað til hliðar. Það er léttir að vera kominn heim," sagði Halldór Orri.

Stjarnan endaði í 4. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar og verður ekki í Evrópukeppni í sumar líkt og undanfarin ár.

„Það tók sinn toll að ná ekki þessu Evrópusæti. Núna er markmiðið að ná flugi aftur í Garðabænum og ná allavega að tryggja Evrópusæti. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir þessi félög og það er lágmarkskrafa í Garðabænum," sagði Halldór Orri en hann er bjartsýnn á næsta sumar.

„Það er frábær hópur þarna. Við vorum með menn eins og Gaua (Guðjón Baldvinsson) í meiðslum allt síðasta tímabil. Gaui er hörkuleikmaður og það munar um það. Ég er gríðarlega bjartsýnn fyrir komandi tímabilum í Garðabænum," sagði Halldór Orri.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Halldór Orri meðal annars tímann hjá FH, hvernig það hefur verið að mæta Stjörnunni undanfarin ár og framhaldið í Garðabænum.
Athugasemdir
banner
banner