Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 29. apríl 2019 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá þjálfara í 2. deildinni: 5. sæti
Grænir og glaðir.
Grænir og glaðir.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson.
Jóhann Kristinn Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Bjarki Baldvinsson.
Bjarki Baldvinsson.
Mynd: Hafþór-640.is
Ólafur Jóhann Steingrímsson Bergmann.
Ólafur Jóhann Steingrímsson Bergmann.
Mynd: Hafþór Hreiðarsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla aðalþjálfara deildarinnar til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. Völsungur, 80 stig
6. Kári, 62 stig
7. Dalvík/Reynir, 60 stig
8. Víðir, 58 stig
9. KFG, 43 stig
10. Fjarðabyggð, 36 stig
11. Leiknir F., 23 stig
12. Tindastóll, 21 stig

5. Völsungur
Húsvíkingar enduðu í fjórða sæti deildarinnar síðasta sumar og stefna aftur á að vera í toppbaráttu í sumar. Á Húsavík er markmiðið að vera með í Inkasso-baráttunni en þar spilaði liðið síðast 2013.

Þjálfarinn: Jóhann Kristinn Gunnarsson hefur þjálfað Völsung frá 2017 og er á leið inn í sitt þriðja tímabil hjá félaginu. Hann framlengdi samning sinn eftir síðasta tímabil. Jóhann Kristinn hefur þjálfað bæði karla- og kvennalið Völsungs, en hann hefur einnig þjálfað Þór/KA. Hann gerði Þór/KA að Íslandsmeistara í fyrsta sinn árið 2012.

Styrkleikar: Liðið er byggt mikið upp á heimamönnum sem þekkjast allir mjög vel. Það er fámennt í hópnum ef upptaldir eru þeir leikmenn sem eru ekki uppaldir. Það er mikill hraði í sóknarleiknum og er liðið hættulegt sóknarlega. Liðið var með góðan heimavallarárangur á síðustu leiktíð og er Húsavíkurvöllur efni í góða gryfju.

Veikleikar: Þó heimavöllurinn hafi verið sterkur í fyrra þá var útivöllurinn ekki nægilega góður og það er eitthvað sem þarf að laga. Það á að vera gaman að fara í ferðalög og sækja þrjú stig. Völsungur var ekki langt frá því að fara upp í fyrra og var á toppnum í deildinni þegar fimm umferðir voru eftir. Liðið hikstaði aðeins í lokin og féll niður í fjórða sætið. Vonandi hafa Húsvíkingar aðeins lært af þessu.

Lykilmenn: Bjarki Baldvinsson, Guðmundur Óli Steingrímsson, Kaelon Fox.

Gaman að fylgjast með: Ólafur Jóhann Steingrímsson Bergmann. Kom sterkur inn í fyrra og er ætlað stærra hlutverk núna. Hrannar Björn og Hallgrímur Mar, bræður Ólafs, eru tveir af mikilvægustu leikmönnum KA í Pepsi Max-deildinni og þá er Guðmundur Óli, sem er einnig bróðir Ólafs, einn af lykilmönnum Völsungs.

Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsungs:
„Spáin kemur ekki á óvart. Líklega eru flestir að miða við árangur í Lengjubikar og liðssöfnun. Ætli þetta sé ekki bara nokkuð eðlileg spá miðað við það. Markmið okkar í sumar er að halda áfram þeim stíganda sem hefur verið undanfarin ár. Byggja á sterkum kjarna heimamanna með dyggri aðstoð mikilla jarla sem aðstoða okkur við þetta í sumar. Okkur langar að vera í toppbaráttunni í sumar og markmiðið er að enda í öðru af tveimur efstu sætunum. Við erum mjög ánægðir með hópinn okkar eins og hann er. Það er samt heiðarlegast að útiloka ekki neitt."

Komnir:
Akil De Freitas frá Vestra
Inle Valdes frá Spáni
Kaelon Fox frá Bandaríkjunum

Farnir:
Arnþór Hermannsson í tímabundna pásu
Aron Dagur Birnuson í KA (var á láni)
Eyþór Traustason í tímabundna pásu
Sæþór Olgeirsson í KA (var á láni)
Travis Nicklaw til Bandaríkjanna
Victor Svensson hættur

Fyrstu leikir Völsungs:
4. maí gegn Kára (úti)
11. maí gegn Vestra (heima)
18. maí gegn Fjarðabyggð (úti)
Athugasemdir
banner
banner
banner