Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 26. apríl 2019 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá þjálfara í 2. deildinni: 8. sæti
Víði er spáð 8. sæti.
Víði er spáð 8. sæti.
Mynd: Jón Örvar Arason
Hólmar Örn verður aðalþjálfari Víðis.
Hólmar Örn verður aðalþjálfari Víðis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cristian Martinez er mættur í markið.
Cristian Martinez er mættur í markið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Þór Jónsson.
Helgi Þór Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla aðalþjálfara deildarinnar til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Víðir, 58 stig
9. KFG, 43 stig
10. Fjarðabyggð, 36 stig
11. Leiknir F., 23 stig
12. Tindastóll, 21 stig

8. Víðir
Víðir lenti í vandræðum í fyrra og var að lokum ekki langt frá falli, aðeins tveimur stigum frá því. Tímabilið áður var Víðir í þriðja sæti. Hver verður raunin núna?

Þjálfarinn: Hólmar Örn Rúnarsson var ráðinn þjálfari Víðis eftir síðustu leiktíð. Hann tekur við af fyrrum liðsfélaga sínum hjá Keflavík og FH, Guðjóni Árna Antoníussyni. Guðjón Árni verður aðstoðarþjálfari Hólmars. Hólmar verður spilandi þjálfari í sumar. Hann hefur verið að leika með liðinu á undirbúningstímabilinu.

Styrkleikar: Víðir hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir sumarið. Víðir fékk markvörðinn Cristian Martinez, sem hefur sannað sig í efstu deild og þá endurheimti liðið Helga Þór Jónsson frá Keflavík. Það var mikilvægt að fá Helga þar sem hann kemur til með að bæta sóknarleikinn sem var oft á tíðum ekki nægilega góður í fyrra. Víðir hefur átt fínt undirbúningstímabil og vann meðal annars riðil sinn í Lengjubikarnum. Liðið kemur til með að taka það með sér inn í mótið.

Veikleikar: Það sem Víðir þarf að gera í ár er að sýna meiri stöðugleika og ná að binda saman tvo sigra í röð. Reyna að komast á skrið. Heimavöllurinn þarf klárlega að vera betri fyrir Víði. Liðið var með næstverstan árangur af öllum liðum á heimavelli í fyrra.

Lykilmenn: Ari Steinn Guðmundsson, Cristian Martinez, Helgi Þór Jónsson.

Gaman að fylgjast með: Þjálfurunum, Hólmari Erni og Guðjóni Árna. Keflvíkingar sem voru liðsfélagar á leikmannaferlinum. Hvernig gengur þeim með þetta lið í sumar? Það verður mjög áhugavert að fylgjast með því.

Hólmar Örn Rúnarsson, þjálfari Víðis:
„Nei, get ekki sagt að þessi spá komi mér á óvart. Markmiðið er að gera betur en í fyrra. Ég reikna ekki með frekar liðsstyrk, ekki nema eitthvað spennandi detti inn. Ég ætla vera til taks sem leikmaður ef á þarf að halda."

Komnir:
Ari Steinn Guðmundsson frá Keflavík
Atli Ottesen frá Álftanesi
Cristian Martinez frá KA
Einar Örn Andrésson frá Keflavík (á láni)
Helgi Þór Jónsson frá Keflavík
Hólmar Örn Rúnarsson úr Keflavík
Stefan Spasic frá Hugin
Ævar Öfjörð frá Grindavík (á láni)

Farnir:
Andri Gíslason í Njarðvík
Arnór Smári Friðriksson í Keflavík
Brynjar Atli Bragason í Njarðvík (var á láni)
Dejan Stamenkovic til Serbíu
Einar Kartansson í GG
Milan Tasic
Tonci Radovnikovic til Króatíu

Fyrstu leikir Víðis:
4. maí gegn KFG (heima)
11. maí gegn Leikni F. (úti)
18. maí gegn Tindastól (heima)
Athugasemdir
banner
banner
banner