Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mið 11. maí 2011 09:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 1.deild karla: 4. sæti
Heimavöllur Fjölnis í Grafarvoginum.
Heimavöllur Fjölnis í Grafarvoginum.
Mynd: Fótbolti.net - Gunnar Gunnarsson
Hrafn Davíðsson er einn besti markvörður deildarinnar.
Hrafn Davíðsson er einn besti markvörður deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Fjölnir 192 stig
5. Haukar 145 stig
6. Víkingur Ó. 122 stig
7. ÍR 116 stig
8. BÍ/Bolungarvík 105 stig
9. KA 103 stig
10. HK 63 stig
11. Þróttur 60 stig
12. Grótta 42 stig

4. Fjölnir
Heimasíða: fjolnir.is
Lokastaða í fyrra: 4. sæti í 1. deild

Fjölnismenn voru óstöðugir fyrri hluta tímabilsins í fyrra en náðu sér svo vel á strik og önduðu ofan í hálsmál toppliðanna á lokasprettinum. Á endanum varð fjórða sætið niðurstaðan sem er einmitt það sæti sem liðinu er spáð í ár. Það koma upp spennandi leikmenn í Grafarvoginum á hverju einasta ári og á góðum degi eru fá lið sem spila betri bolta en Fjölnismenn í þessari deild.

Hvað segir Garðar Gunnar? Garðar Gunnar Ásgeirsson er álitsgjafi síðunnar um 1. deild karla. Garðar hefur verið sérfræðingur útvarpsþáttar Fótbolta.net um neðri deildirnar síðustu ár. Hann þjálfaði á sínum tíma meistaraflokk Leiknis í Breiðholti með góðum árangri.

Fjölnir er félag sem ég virði mikið fyrir þá stefnu sem það hefur tekið í leikmannamálum sínum undanfarin ár. Þeir hafa verið að byggja upp á ungum og uppöldum strákum í staðinn fyrir að leita hinumegin við lækinn.

Styrkleikar: Þessi stefna hefur skilað Fjölni ansi góðu. Liðið átti ansi flott tímabil í fyrra með oft á tíðum ungt lið. Fjölnismenn hafa verið sprækir í vetur, eru með góða blöndu af reyndum mönnum og mjög ungum og sprækum fótboltamönnum. Hrafn Davíðsson er klárlega einn besti markvörður deildarinnar og er góður að koma boltanum í leik. Svo er mikill hraði í liðinu og framarlega á vellinum eru mjög góðir fótboltamenn sem geta verið öllum liðum deildarinnar erfiðir.

Veikleikar: Það vantar upp á reynsluna hjá nokkrum mikilvægum leikmönnum í liðinu. Margir fengu eldskírn sína í fyrra en oft er talað um að annað árið sé erfiðara. Það mun mikið mæða á Ásmundi að skóla þessa drengi til en reynsluleysið gæti verið veikleiki í byrjun tímabils.

Lykilmenn: Reynslumestu menn liðsins. Hrafn Davíðsson, Gunnar Valur Gunnarsson og Viðar Guðjónsson.

Gaman að fylgjast með: Ég vil nefna nokkra. Illugi Þór Gunnarsson er einn af betri bakvörðum deildarinnar. Miðjumaðurinn Ottó Marinó Ingason er verulega drjúgur og góður fótboltamaður. Ágúst Þór Ágústsson hefur verið virkilega góður í vetur á miðsvæðinu og boltinn gengur mikið gegnum hann.



Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Þjálfarinn
Ásmundur Arnarsson hefur haldið tryggð við Fjölni og það starf sem þar er unnið. Lið í efstu deild hafa reynt að fá hann til sín en án árangurs. Ásmundur skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið í lok síðasta árs en hann hefur verið hjá Grafarvogsliðinu síðan 2004. Tvisvar hefur hann komið því í úrslit bikarins og liðið lék í efstu deild í tvær leiktíðir, 2008 og 2009.

Komnir:
Felix Hjálmarsson frá Fylki
Halldór Fannar Halldórsson frá Birninum

Farnir:
Einar Markús Einarsson í Vængi Júpíters
Pétur Georg Markan í Víking R.
Stanislav Vidakovic til Albaníu
Þórður Ingason í BÍ/Bolungarvík


Fyrstu leikir Fjölnis 2011:
13. maí: Selfoss - Fjölnir
20. maí: Fjölnir - Víkingur Ó.
28. maí: BÍ/Bolungarvík - Fjölnir
banner
banner
banner